Mataræði þarf ekki að vera flókið 23. janúar 2014 23:45 AFP/NordicPhotos „Mataræði þarf ekki að vera flókið og þeir sem eru að flækja það eru þeir sem eru að selja ákveðnar vörur,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Læknadagar 2014 hófust í gær og var fyrsti dagurinn tileinkaður umræðu um næringu. Ingibjörg hélt erindi undir yfirskriftinni: Næringarráðleggingar í dag: Staðreyndir eða skáldskapur? „Ég var að fjalla um hvernig við getum greint á milli opinberra ráðlegginga um fæðuval, sem við þekkjum til dæmis frá Embætti landslæknis, og sérúrræða fyrir sjúklingahópa. Það sem hefur gerst er að sérúrræði varðandi mataræði hafa smitast út í þjóðfélagið, samanber lágkolvetnafæði, ofurskammta af d-vítamíni og fleira sem fólk virðist taka upp. Þetta eru sérúrræði sem hafa verið sniðin að einstaklingum sem eiga við veikindi að stríða en heilbrigðir einstaklingar taka upp.“ Þetta segir meðal annars í pistli sem Anna Birgis ritar á Heilsutorgi, en hann má lesa hér í heild. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið
„Mataræði þarf ekki að vera flókið og þeir sem eru að flækja það eru þeir sem eru að selja ákveðnar vörur,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Læknadagar 2014 hófust í gær og var fyrsti dagurinn tileinkaður umræðu um næringu. Ingibjörg hélt erindi undir yfirskriftinni: Næringarráðleggingar í dag: Staðreyndir eða skáldskapur? „Ég var að fjalla um hvernig við getum greint á milli opinberra ráðlegginga um fæðuval, sem við þekkjum til dæmis frá Embætti landslæknis, og sérúrræða fyrir sjúklingahópa. Það sem hefur gerst er að sérúrræði varðandi mataræði hafa smitast út í þjóðfélagið, samanber lágkolvetnafæði, ofurskammta af d-vítamíni og fleira sem fólk virðist taka upp. Þetta eru sérúrræði sem hafa verið sniðin að einstaklingum sem eiga við veikindi að stríða en heilbrigðir einstaklingar taka upp.“ Þetta segir meðal annars í pistli sem Anna Birgis ritar á Heilsutorgi, en hann má lesa hér í heild.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið