Litlar líkur á Óskarsjafntefli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. janúar 2014 16:02 12 Years a Slave og Gravity eru meðal þeirra níu kvikmynda sem tilnefndar eru í flokki bestu myndar. Kvikmyndirnar 12 Years a Slave og Gravity skildu jafnar á verðlaunaafhendingu bandarískra kvikmyndaframleiðenda um helgina, en þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu verðlaunanna sem það gerist.Ben Zauzmer, blaðamaður The Hollywood Reporter og stærðfræðingur frá Harvard, telur þó litlar líkur á að það sama verði upp á teningnum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu kvikmynd á Óskarsverðlaununum þann 2. febrúar. Það er þó ekki óhugsandi.Í grein Zauzmer kemur fram að Óskarsakademían innihaldi 6.028 kosningabæra menn og konur. Þar sem sú tala er slétt er í raun möguleiki á að tvær kvikmyndir fái jafn mörg atkvæði. Ef 6 þúsund greiða atkvæði eru líkurnar á jafntefli aðeins 0,52 prósent. Jafntefli hefur komið upp sex sinnum í öðrum flokkum á Óskarnum, og má þar nefna jafntefli þeirra Katherine Hepburn og Börbru Streisand í flokki bestu aðalleikkvenna árið 1969. Þá var jafntefli í fyrra á milli kvikmyndanna Zero Dark Thirty og Skyfall í flokki bestu hljóðklippingar. En hverjar eru líkurnar á að jafntefli komi upp á framleiðendaverðlaununum og Óskarsverðlununum sama ár? 37.702 á móti einum, segir stærðfræðingurinn. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndirnar 12 Years a Slave og Gravity skildu jafnar á verðlaunaafhendingu bandarískra kvikmyndaframleiðenda um helgina, en þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu verðlaunanna sem það gerist.Ben Zauzmer, blaðamaður The Hollywood Reporter og stærðfræðingur frá Harvard, telur þó litlar líkur á að það sama verði upp á teningnum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu kvikmynd á Óskarsverðlaununum þann 2. febrúar. Það er þó ekki óhugsandi.Í grein Zauzmer kemur fram að Óskarsakademían innihaldi 6.028 kosningabæra menn og konur. Þar sem sú tala er slétt er í raun möguleiki á að tvær kvikmyndir fái jafn mörg atkvæði. Ef 6 þúsund greiða atkvæði eru líkurnar á jafntefli aðeins 0,52 prósent. Jafntefli hefur komið upp sex sinnum í öðrum flokkum á Óskarnum, og má þar nefna jafntefli þeirra Katherine Hepburn og Börbru Streisand í flokki bestu aðalleikkvenna árið 1969. Þá var jafntefli í fyrra á milli kvikmyndanna Zero Dark Thirty og Skyfall í flokki bestu hljóðklippingar. En hverjar eru líkurnar á að jafntefli komi upp á framleiðendaverðlaununum og Óskarsverðlununum sama ár? 37.702 á móti einum, segir stærðfræðingurinn.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira