Eigandi NASCAR liðs með lið í Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2014 10:45 NASCAR keppni í Bandaríkjunum. Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent
Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent