GM rétt hafði Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 12:15 Volkswagen CC Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent