Sigurvegari Dakar er í raun ekki Mini Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 00:01 Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent
Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent