Kimono-tískusýning á Japanshátíð Freyr Bjarnason skrifar 1. febrúar 2014 07:00 Nemendur voru með uppákomu í Kringlunni þar sem þeir kynntu Japanshátíðina. Mynd/Gunnella Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira