McIlroy náði fugli á átjándu og er í forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2014 13:07 Rory McIlroy er enn í forystu á Dubai Desert Classic-mótinu í golfi sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. McIlroy átti frábæran hring í gær og spilaði þá á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Hann gaf eftir í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum eða tveimur undir pari. Norður-Írinn byrjaði daginn á fá sinn fyrsta skolla á mótinu en hann bætti fyrir það með því að ná í þrjá fugla á fyrri níu. Hann fékk svo fugl á tíundu en tapaði svo höggum á bæði 13. og 16. holu. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka nýtti sér það og náði að koma sér upp að hlið McIlroy þegar hann náði sínum sjöunda fugli í dag á 17. holu. En McIlroy endurheimti forystuna með frábærri spilamennsku á 18. holu sem skilaði honum fugli. Koepka er því einu höggi á eftir McIlroy, sem er á samtals ellefu höggum undir pari að loknum öðrum keppnisdegi.Tiger Woods spilaði á 73 höggum í dag og er á samtals á þremur höggum undir pari. Hann er sem stendur tveimur höggum frá því að lenda röngu megin við niðurskurðarlínuna.Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy er enn í forystu á Dubai Desert Classic-mótinu í golfi sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. McIlroy átti frábæran hring í gær og spilaði þá á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Hann gaf eftir í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum eða tveimur undir pari. Norður-Írinn byrjaði daginn á fá sinn fyrsta skolla á mótinu en hann bætti fyrir það með því að ná í þrjá fugla á fyrri níu. Hann fékk svo fugl á tíundu en tapaði svo höggum á bæði 13. og 16. holu. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka nýtti sér það og náði að koma sér upp að hlið McIlroy þegar hann náði sínum sjöunda fugli í dag á 17. holu. En McIlroy endurheimti forystuna með frábærri spilamennsku á 18. holu sem skilaði honum fugli. Koepka er því einu höggi á eftir McIlroy, sem er á samtals ellefu höggum undir pari að loknum öðrum keppnisdegi.Tiger Woods spilaði á 73 höggum í dag og er á samtals á þremur höggum undir pari. Hann er sem stendur tveimur höggum frá því að lenda röngu megin við niðurskurðarlínuna.Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira