Opið hús SVFR 7. febrúar Karl Lúðvíksson skrifar 30. janúar 2014 15:17 Það eru rétt tveir mánuðir í að veiðin hefjist og þangað til eru veiðimenn að stytta sér stundir við hnýtingar, horfa á veiðiþætti og undirbúa búnaðinn fyrir komandi átök. Félagar SVFR hafa haldið opin hús nokkrum sinnum yfir veturinn til að hittast og skemmta sér saman og nú er komið að fyrsta Opna Húsi ársins. Hér er tilkynning frá Skemmtinefnd SVFR: "Það styttist í sumarið og veiðimenn eru farnir að ókyrrast í auknum mæli. Skemmtinefndin lætur hendur standa fram úr ermum og vill stytta biðina fyrir veiðimönnum og býður til skemmtunar 7. febrúar í húsnæði SVFR. Herlegheitin fara fram að Rafstöðvarvegi 14 og verður ekkert til sparað (sérstaklega í veigum). Mælum við með því að gestir mæti tímanlega þar sem að dagskráin er þétt. Dagskráin er sem hér segir: Veiðikortið - Ingimundur hjá Veiðikortinu kemur og kynnir ný vötn s...em koma til með að bætast í flóruna. Rise kvikmyndahátíðin - Stjáni Ben kemur og sýnir okkur nokkur vel valin brot úr þeim fjölmörgu myndum sem sýndar verða á hátíðinni. Bjarni Júl - Formaðurinn heiðrar samkomuna með nærveru sinni, fer yfir sína uppáhalds veiðistaði og segir stuttlega frá framtíð og aðalfundi SVFR. Gljúfurá - Siggi Skúli formaður árnefndar Gljúfurár leiðir okkur inn í leyndardóma þessa gjöfulla ársvæðis. Happahylurinn - að þessu sinni verður Happahylurinn einkar fengsæll. Vinningaskrá verður sett inn þegar nær dregur og verða mjög veglegir vinningar að þessu sinn. Kveðja Skemmtinefndin" Stangveiði Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði
Það eru rétt tveir mánuðir í að veiðin hefjist og þangað til eru veiðimenn að stytta sér stundir við hnýtingar, horfa á veiðiþætti og undirbúa búnaðinn fyrir komandi átök. Félagar SVFR hafa haldið opin hús nokkrum sinnum yfir veturinn til að hittast og skemmta sér saman og nú er komið að fyrsta Opna Húsi ársins. Hér er tilkynning frá Skemmtinefnd SVFR: "Það styttist í sumarið og veiðimenn eru farnir að ókyrrast í auknum mæli. Skemmtinefndin lætur hendur standa fram úr ermum og vill stytta biðina fyrir veiðimönnum og býður til skemmtunar 7. febrúar í húsnæði SVFR. Herlegheitin fara fram að Rafstöðvarvegi 14 og verður ekkert til sparað (sérstaklega í veigum). Mælum við með því að gestir mæti tímanlega þar sem að dagskráin er þétt. Dagskráin er sem hér segir: Veiðikortið - Ingimundur hjá Veiðikortinu kemur og kynnir ný vötn s...em koma til með að bætast í flóruna. Rise kvikmyndahátíðin - Stjáni Ben kemur og sýnir okkur nokkur vel valin brot úr þeim fjölmörgu myndum sem sýndar verða á hátíðinni. Bjarni Júl - Formaðurinn heiðrar samkomuna með nærveru sinni, fer yfir sína uppáhalds veiðistaði og segir stuttlega frá framtíð og aðalfundi SVFR. Gljúfurá - Siggi Skúli formaður árnefndar Gljúfurár leiðir okkur inn í leyndardóma þessa gjöfulla ársvæðis. Happahylurinn - að þessu sinni verður Happahylurinn einkar fengsæll. Vinningaskrá verður sett inn þegar nær dregur og verða mjög veglegir vinningar að þessu sinn. Kveðja Skemmtinefndin"
Stangveiði Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði