Subaru hefur framleitt 20 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 08:45 Subaru Legacy. Automobile Subaru er ekki einn af stærri bílaframleiðendum Japans og fyrirtæki eins og Toyota, Nissan og Honda framleiða miklu fleiri bíla en Subaru. Engu að síður náði Subaru því að smíða sinn 20 milljónasta bíl frá upphafi í þessari viku. Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1958, var búið að framleiða 10 milljón bíla árið 1992, 15 milljón bíla árið 2003 og 20 milljónir nú árið 2014. Það tók því Subaru jafn langan tíma að fara úr 10 í 15 milljón bíla og það tók að fara úr 15 í 20 milljón bíla, eða 11 ár. Í dag selur Subaru 55% af bílum sínum í Bandaríkjunum, en sala þar hófst árið 1968. Subaru hefur selt ríflega þriðjung allra sinna bíla frá upphafi þar, eða 7 milljónir bíla. Til gaman má geta þess að bílaframleiðsla í fyrra í öllum heiminum nam um 80 milljónum bíla. Því hefði öll bílaframleiðsla Subaru frá upphafi aðeins dugað til fjórðungs þess magns. Toyota framleiddi rétt tæplega 10 milljón bíla í fyrra og því tæki það Toyota aðeins 2 ár að framleiða jafn mikið og Subaru frá upphafi. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent
Subaru er ekki einn af stærri bílaframleiðendum Japans og fyrirtæki eins og Toyota, Nissan og Honda framleiða miklu fleiri bíla en Subaru. Engu að síður náði Subaru því að smíða sinn 20 milljónasta bíl frá upphafi í þessari viku. Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1958, var búið að framleiða 10 milljón bíla árið 1992, 15 milljón bíla árið 2003 og 20 milljónir nú árið 2014. Það tók því Subaru jafn langan tíma að fara úr 10 í 15 milljón bíla og það tók að fara úr 15 í 20 milljón bíla, eða 11 ár. Í dag selur Subaru 55% af bílum sínum í Bandaríkjunum, en sala þar hófst árið 1968. Subaru hefur selt ríflega þriðjung allra sinna bíla frá upphafi þar, eða 7 milljónir bíla. Til gaman má geta þess að bílaframleiðsla í fyrra í öllum heiminum nam um 80 milljónum bíla. Því hefði öll bílaframleiðsla Subaru frá upphafi aðeins dugað til fjórðungs þess magns. Toyota framleiddi rétt tæplega 10 milljón bíla í fyrra og því tæki það Toyota aðeins 2 ár að framleiða jafn mikið og Subaru frá upphafi.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent