Neil Young kemur í júlí Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2014 13:00 Tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. vísir/afp Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér. ATP í Keflavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér.
ATP í Keflavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira