Bestu bílarnir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2014 16:15 Toyota bílar koma vel út sem fyrr. Flestir þeir sem kaupa sér nýja bíla velta fyrir sér hversu góðir þeir eru í endursölu, því einhverntíma kemur að því að selja þá. Það sem skiptir máli við endursölu er hversu margt hefur bilað og hve miklir annmarkar eru á bílnum eftri tiltekinn árafjölda. Bílatímaritið Auto Bild gerði viðamikla könnun á því hversu mikla annmarka var að finna á 217 bílgerðum eftir mismörg ár. Segja má að sigurvegarinn í heild í þessari könnun sé Toyota en Toyota á alls 15 bíla á topp 10 lista þeirra 5 aldursflokka bíla sem kannaðir voru. Enginn annar framleiðandi kemst nálægt Toyota hvað fjölda bíla varðar á lista þeirra efstu, en Mazda, Porsche og Volkswagen eiga sex bíla á listanum og Audi og Mercedes Benz fjóra bíla hvort. BMW á einungis einn bíl á listanum. Franskir og ítalskir bílar koma illa út úr þessari könnun og bílgerðirnar Chrysler PT Cruiser og Dacia Logan afleitlega.Opel Meriva og Toyota Prius bestir þeirra yngstu Í flokki bíla sem eru tveggja til þriggja ára stóð Opel Meriva efstur á palli, en í öðru sæti var Mazda2 og Toyota iQ í því þriðja. Þessi árangur Opel Meriva bílsins er athygliverður í ljósi þess að enginn annar bíll frá Opel náði á topp 10 listann í öllum 5 aldursflokkunum. Neðstu þrír bílarnir í þessum flokki reyndust vera Citroën C4, Fiat Panda og Dacia Logan og var Logan þeirra lægstur. Í flokki bíla sem eru fjögurra til fimm ára er Toyota Prius sigurvegarinn, Ford Kuga í öðru sæti og Porsche Cayenne og Volkswagen Golf Plus eru jafnir í því þriðja. Neðstu bílar í þessum flokki voru svo Fiat Dobló, Citroën C4 og þeirra allra neðstur var aftur Dacia Logan. Greinilega ekki góður bíll þar á ferð, en ódýr.Porsche og Toyota sigurvegarar eldri bíla Í flokki sex til sjö ára bíla stendur Toyota Prius aftur efst á blaði, Porsche 911 í öðru sæti og Mazda2 í því þriðja. Neðstu bílarnir í þessum aldursflokki voru Dacia Logan, Fiat Dobló og þeirra allra neðstur var Chrysler PT Cruiser. Í flokki átta og níu ára bíla trónir Porsche 911 efstur, en næstir honum koma Toyota Corolla Verso og Toyota RAV 4. Ekki slæmur dómur á Toyota bíla þar, en Toyota Avensis náði einnig fimmta sætinu í þessum aldursflokki bíla. Neðstir í flokknum voru Chrysler PT Cruiser, Fiat Dobló og allra neðstur Mercedes Benz M-Klasse. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent
Flestir þeir sem kaupa sér nýja bíla velta fyrir sér hversu góðir þeir eru í endursölu, því einhverntíma kemur að því að selja þá. Það sem skiptir máli við endursölu er hversu margt hefur bilað og hve miklir annmarkar eru á bílnum eftri tiltekinn árafjölda. Bílatímaritið Auto Bild gerði viðamikla könnun á því hversu mikla annmarka var að finna á 217 bílgerðum eftir mismörg ár. Segja má að sigurvegarinn í heild í þessari könnun sé Toyota en Toyota á alls 15 bíla á topp 10 lista þeirra 5 aldursflokka bíla sem kannaðir voru. Enginn annar framleiðandi kemst nálægt Toyota hvað fjölda bíla varðar á lista þeirra efstu, en Mazda, Porsche og Volkswagen eiga sex bíla á listanum og Audi og Mercedes Benz fjóra bíla hvort. BMW á einungis einn bíl á listanum. Franskir og ítalskir bílar koma illa út úr þessari könnun og bílgerðirnar Chrysler PT Cruiser og Dacia Logan afleitlega.Opel Meriva og Toyota Prius bestir þeirra yngstu Í flokki bíla sem eru tveggja til þriggja ára stóð Opel Meriva efstur á palli, en í öðru sæti var Mazda2 og Toyota iQ í því þriðja. Þessi árangur Opel Meriva bílsins er athygliverður í ljósi þess að enginn annar bíll frá Opel náði á topp 10 listann í öllum 5 aldursflokkunum. Neðstu þrír bílarnir í þessum flokki reyndust vera Citroën C4, Fiat Panda og Dacia Logan og var Logan þeirra lægstur. Í flokki bíla sem eru fjögurra til fimm ára er Toyota Prius sigurvegarinn, Ford Kuga í öðru sæti og Porsche Cayenne og Volkswagen Golf Plus eru jafnir í því þriðja. Neðstu bílar í þessum flokki voru svo Fiat Dobló, Citroën C4 og þeirra allra neðstur var aftur Dacia Logan. Greinilega ekki góður bíll þar á ferð, en ódýr.Porsche og Toyota sigurvegarar eldri bíla Í flokki sex til sjö ára bíla stendur Toyota Prius aftur efst á blaði, Porsche 911 í öðru sæti og Mazda2 í því þriðja. Neðstu bílarnir í þessum aldursflokki voru Dacia Logan, Fiat Dobló og þeirra allra neðstur var Chrysler PT Cruiser. Í flokki átta og níu ára bíla trónir Porsche 911 efstur, en næstir honum koma Toyota Corolla Verso og Toyota RAV 4. Ekki slæmur dómur á Toyota bíla þar, en Toyota Avensis náði einnig fimmta sætinu í þessum aldursflokki bíla. Neðstir í flokknum voru Chrysler PT Cruiser, Fiat Dobló og allra neðstur Mercedes Benz M-Klasse.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent