Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2014 14:33 Menntaskólinn á Ísafirði. Vísir/Pjetur Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira