Graco endurkallar 3,8 milljón barnastóla Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 00:00 Barnabílstóll frá Graco. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent