Renault græðir á Dacia Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 13:14 Höfuðstöðvar Renault. Automotive News Hagnaður franska bílaframleiðandans Renault meira en tvöfaldaðist á síðast ári frá árinu á undan og er það ekki síst að þakka góðu gengi Dacia bílframleiðandans í Rúmeníu, sem er í eigu Renault. Renault er sá eini af fimm stærstu bílaframleiðendunum í Evrópu sem seldi fleiri bíla í Evrópu í fyrra en árið áður. Sá árangur er líka Dacia að þakka, en vöxtur þar á milli ára í Evrópu nam 23%, en sala Renault bíla í álfunni minnkaði um 1,5%. Renault ætlar að sækja mjög á fjarlægum mörkuðum vegna viðvarandi dræmrar sölu bíla í Evrópu og hefur það að markmiði að tvöfalda sölu sína í Indlandi og ætlar einnig að reisa samsetningarverksmiðju í Kína sem opna á árið 2016. Heildarsala Renault og Dacia á síðasta ári var 2,63 milljón bílar. Dacia Duster hefur selst vel í Evrópu, enda ódýr. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Hagnaður franska bílaframleiðandans Renault meira en tvöfaldaðist á síðast ári frá árinu á undan og er það ekki síst að þakka góðu gengi Dacia bílframleiðandans í Rúmeníu, sem er í eigu Renault. Renault er sá eini af fimm stærstu bílaframleiðendunum í Evrópu sem seldi fleiri bíla í Evrópu í fyrra en árið áður. Sá árangur er líka Dacia að þakka, en vöxtur þar á milli ára í Evrópu nam 23%, en sala Renault bíla í álfunni minnkaði um 1,5%. Renault ætlar að sækja mjög á fjarlægum mörkuðum vegna viðvarandi dræmrar sölu bíla í Evrópu og hefur það að markmiði að tvöfalda sölu sína í Indlandi og ætlar einnig að reisa samsetningarverksmiðju í Kína sem opna á árið 2016. Heildarsala Renault og Dacia á síðasta ári var 2,63 milljón bílar. Dacia Duster hefur selst vel í Evrópu, enda ódýr.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent