Toyota hættir framleiðslu í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 09:46 Úr verksmiðju Toyota í Ástralíu. Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent
Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent