Ég er vanur höfnun Ellý Ármanns skrifar 10. febrúar 2014 15:00 „Ég er mikill keppnismaður en ég er vanur höfnun," segir FLosi Jón Ófeigsson 29 ára sem var dæmdur úr keppninni Ísland Got Talent á Stöð 2 í gærkvöldi eftir flutning sinn á Eurovisionslagaranum „Ég á líf“ sem sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Við heyrðum í Flosa sem er Eurovision aðdáandi númer eitt og spurðum hann meðal annars hvernig söngkonan Bonnie Tyler virkaði á hann en þau kynntust á Eurovisionkeppninni í Malmö í Svíþjóð í fyrra.Bonnie Tyler og Flosi.Hvernig var að hitta sjálfa Bonnie Tyler? „Hún var eins og barbiedúkka. Það er örugglega ekki til partur af líkamanum á henni sem er ekki búinn að fara í aðgerð – hún var eins og gína. Annars var hún rosalega vingjarnleg. Ein stelpa í hópnum okkar var ólétt á þessum tíma og Bonnie breyttist í lítla móður þegar hún sá hana og fór að tala um börn. Annars fengum við rosa stuttan tíma til að tala við hana. Við fengum allavegana myndir með henni,“ segir hann.Norsku Bobbysocks og Flosi.„Bobbysocks – þær voru svaka orkuboltar. Það var eins og þær hefðu ekki gert neitt annað en að koma fram síðan þær unnu Eurovision en það má deila um sönggæðin. Þá meina ég hvernig þær eru orðnar núna. Þær eru fullorðnar konur og það var kannski ekki allt í réttum tónum þegar þær sungu,“ segir Flosi og vonbrigðin leyna sér ekki.Eyþór í góðum gír með Flosa í Svíþjóð.Flosi fór til Osló þegar Hera keppti fyrir Íslands hönd með lagið Je Ne Sais Quoi.Hótelstjóri á sumrinHvað starfar þú? „Ég er hótelstjóri á fjölskylduhóteli á Egilsstöðum á Hótel Eyvindará. Ég er núna að fylla hótelið með því að svara bókunum. Það er alveg brjálað að gera og voða gaman. Svo er ég þar á sumrin frá miðjum maí til lok september. Þá syng ég fyrir gestina í kvöldmatnum.“ Tekur þú Eurovisionlög fyrir hótelgestina? „Já stundum tek ég lagið „Ég á líf“ og gamla íslenska slagara. Ég syng alltaf eitthvað íslenskt. Það er rosa gaman. Það tengir mig við gestina, þá næ ég persónulegum tengslum án þess að missa orkuna,“ segir Flosi.Flosi í frábærum félagsskap.„Ég fór fyrst á Eurovision þegar keppnin var í Osló árið 2010 og hef farið á allar keppnirnar síðan. Þá var enginn aðdáaendaklúbbur í Íslandi. Þegar ég fór til Noregs sat ég með sárt ennið því ég komst ekki nema einu sinni eða tvisvar á Euroklúbbana á meðan á keppninni stóð. En ég lærði þetta smátt og smátt. Svo stofnuðum við okkar eigin aðdáendaklúbb hér á landi sem kallast FÁSES.“ Er stefnan sett á keppnina Kaupmannahöfn í sumar? „Já, ég er búinn að kaupa miða og flug. Það er allt klárt. Við verðum úti í tíu daga en við vorum svo heppnir að fá heimagistingu.“„Hér erum við á jólunum með öllum frændsystkinum mínum sem við elskum út af lífinu.“En að unnusta þínum Tusan Cuhadar - hann hefur stutt þig þegar þú kepptir í Ísland Got Talent? „Já, hann róaði mig niður með prjóni í keppninni.“Hér erum við með mömmu og pabba á brúðkaupsdaginn.Giftist ástinni í sumar „Við þurftum að taka stóra ákvörðun og giftum okkur í júlí á Egilsstöðum og þá opnaðist dyr fyrir okkur að stofna heimili og nú get ég lifað eðlilegu lífi með honum en ég var orðinn þreyttur á að vera í sambandi milli landa. Hann varð að kveðja fjölskyldu sína í bili og flytja hingað, alla leið frá Tyrklandi en hann er að fíla þetta og elskar Ísland og finnst það rosa gaman,“ segir Flosi ánægður með lífið og tilveruna.„Svo er ég zumbakennari í Reebokfitness en ég er einmitt með tveimur öðrum en við erum að undirbúa Eurovision-tíma næsta laugardag.“ Ísland Got Talent Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
„Ég er mikill keppnismaður en ég er vanur höfnun," segir FLosi Jón Ófeigsson 29 ára sem var dæmdur úr keppninni Ísland Got Talent á Stöð 2 í gærkvöldi eftir flutning sinn á Eurovisionslagaranum „Ég á líf“ sem sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Við heyrðum í Flosa sem er Eurovision aðdáandi númer eitt og spurðum hann meðal annars hvernig söngkonan Bonnie Tyler virkaði á hann en þau kynntust á Eurovisionkeppninni í Malmö í Svíþjóð í fyrra.Bonnie Tyler og Flosi.Hvernig var að hitta sjálfa Bonnie Tyler? „Hún var eins og barbiedúkka. Það er örugglega ekki til partur af líkamanum á henni sem er ekki búinn að fara í aðgerð – hún var eins og gína. Annars var hún rosalega vingjarnleg. Ein stelpa í hópnum okkar var ólétt á þessum tíma og Bonnie breyttist í lítla móður þegar hún sá hana og fór að tala um börn. Annars fengum við rosa stuttan tíma til að tala við hana. Við fengum allavegana myndir með henni,“ segir hann.Norsku Bobbysocks og Flosi.„Bobbysocks – þær voru svaka orkuboltar. Það var eins og þær hefðu ekki gert neitt annað en að koma fram síðan þær unnu Eurovision en það má deila um sönggæðin. Þá meina ég hvernig þær eru orðnar núna. Þær eru fullorðnar konur og það var kannski ekki allt í réttum tónum þegar þær sungu,“ segir Flosi og vonbrigðin leyna sér ekki.Eyþór í góðum gír með Flosa í Svíþjóð.Flosi fór til Osló þegar Hera keppti fyrir Íslands hönd með lagið Je Ne Sais Quoi.Hótelstjóri á sumrinHvað starfar þú? „Ég er hótelstjóri á fjölskylduhóteli á Egilsstöðum á Hótel Eyvindará. Ég er núna að fylla hótelið með því að svara bókunum. Það er alveg brjálað að gera og voða gaman. Svo er ég þar á sumrin frá miðjum maí til lok september. Þá syng ég fyrir gestina í kvöldmatnum.“ Tekur þú Eurovisionlög fyrir hótelgestina? „Já stundum tek ég lagið „Ég á líf“ og gamla íslenska slagara. Ég syng alltaf eitthvað íslenskt. Það er rosa gaman. Það tengir mig við gestina, þá næ ég persónulegum tengslum án þess að missa orkuna,“ segir Flosi.Flosi í frábærum félagsskap.„Ég fór fyrst á Eurovision þegar keppnin var í Osló árið 2010 og hef farið á allar keppnirnar síðan. Þá var enginn aðdáaendaklúbbur í Íslandi. Þegar ég fór til Noregs sat ég með sárt ennið því ég komst ekki nema einu sinni eða tvisvar á Euroklúbbana á meðan á keppninni stóð. En ég lærði þetta smátt og smátt. Svo stofnuðum við okkar eigin aðdáendaklúbb hér á landi sem kallast FÁSES.“ Er stefnan sett á keppnina Kaupmannahöfn í sumar? „Já, ég er búinn að kaupa miða og flug. Það er allt klárt. Við verðum úti í tíu daga en við vorum svo heppnir að fá heimagistingu.“„Hér erum við á jólunum með öllum frændsystkinum mínum sem við elskum út af lífinu.“En að unnusta þínum Tusan Cuhadar - hann hefur stutt þig þegar þú kepptir í Ísland Got Talent? „Já, hann róaði mig niður með prjóni í keppninni.“Hér erum við með mömmu og pabba á brúðkaupsdaginn.Giftist ástinni í sumar „Við þurftum að taka stóra ákvörðun og giftum okkur í júlí á Egilsstöðum og þá opnaðist dyr fyrir okkur að stofna heimili og nú get ég lifað eðlilegu lífi með honum en ég var orðinn þreyttur á að vera í sambandi milli landa. Hann varð að kveðja fjölskyldu sína í bili og flytja hingað, alla leið frá Tyrklandi en hann er að fíla þetta og elskar Ísland og finnst það rosa gaman,“ segir Flosi ánægður með lífið og tilveruna.„Svo er ég zumbakennari í Reebokfitness en ég er einmitt með tveimur öðrum en við erum að undirbúa Eurovision-tíma næsta laugardag.“
Ísland Got Talent Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira