Upptökur á Fast and Furious 7 í gangi Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2014 11:17 Svo virðist sem upptökur séu aftur hafnar á sjöundu myndinni af Fast and Furious en myndir náðust af upptökum í Abu Dhabi. Upptökum á myndinni frestuðust vegna sviplegs fráfalls eins helsta leikara myndanna, Paul Walker. Í myndskeiðinu sem hér sést elta lögreglubílar Ferrari 458 bíl á götum Abu Dhabi og hefur götunum greinilega verið lokað vegna upptakanna. Fréttir herma að Paul Walker muni sjást í nýju myndinni þar sem nokkrar senur með honum voru þegar uppteknar er hann lét lífið á Porsche Carrera GT bíl sem í ógætilegum akstri vafðist utanum staur. Breyta þurfti handriti myndarinnar eftir fráfall Paul Walker og einnig þurfti að breyta útgáfudegi nýju myndarinnar, sem nú er sett á 10. apríl á næsta ári. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Svo virðist sem upptökur séu aftur hafnar á sjöundu myndinni af Fast and Furious en myndir náðust af upptökum í Abu Dhabi. Upptökum á myndinni frestuðust vegna sviplegs fráfalls eins helsta leikara myndanna, Paul Walker. Í myndskeiðinu sem hér sést elta lögreglubílar Ferrari 458 bíl á götum Abu Dhabi og hefur götunum greinilega verið lokað vegna upptakanna. Fréttir herma að Paul Walker muni sjást í nýju myndinni þar sem nokkrar senur með honum voru þegar uppteknar er hann lét lífið á Porsche Carrera GT bíl sem í ógætilegum akstri vafðist utanum staur. Breyta þurfti handriti myndarinnar eftir fráfall Paul Walker og einnig þurfti að breyta útgáfudegi nýju myndarinnar, sem nú er sett á 10. apríl á næsta ári.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent