Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2014 11:26 Kristín Eysteinsdóttir segir að áherslan verði fyrst og fremst á það að skapa faglega og góða leiklist. vísir/stefán Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta," segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu. „Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“ Kristín hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2008. „Hef verið ein af listrænum stjórnendum hússins, þekki þannig innra starf mjög vel og tekið þátt í verkefnavali. Ég mun setja mikinn fókus á gæði og vandað verkefnaval.“ Magnús Geir hefur þótt markaðssinnaður leikhússtjóri og Kristín segir mikilvægt að leihúsið sé markaðssett. „En, verðum fyrst og fremst að leggja áherslu á að búa til faglega og góða leiklist. Sýningar sem hreyfa við fólki og hafa áhrif. Borgarleikhúsið hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi og ég vil sjá til þess að svo verði áfram. Ég mun setja aukinn fókus á íslenska leikritun og efla hana.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, um stöðu útvarpsstjóra og fékk. Nokkrir óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur, en þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var áskilið að umsækjendur greindu frá framtíðarsýn sinni í 800 orða ritgerð. Þorgerður sagði að nokkuð væri lagt upp úr því hvernig til tækist í þeirri ritgerð. Svo virðist sem Kristínu hafi tekist einstaklega vel upp við skrifin. „Þetta er í raun eins og umsókn þar sem maður lýsir sinni framtíðarsýn. Það gekk mjög vel, ég var með skýrar hugmyndir og spennandi sem átti samhljóm með stjórninni.“ Ráðið er í starfið til fjögurra ára. Heimilt er samkvæmt samþykktum LR að endurráða leikhússtjóra önnur fjögur ár. Miðað er við að nýr leikhússtjóri taki til starfa eins fljótt og auðið er en nánari tímasetning er samkomulagsatriði en hann mun njóta liðsinnis Magnúsar Geirs. Ráðning Kristínar þýðir að leikhússtjórar þeirra þriggja atvinnuleikhúsa sem eru starfrækt á Íslandi eru konur; Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Leikfélagi Akureyrar. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta," segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu. „Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“ Kristín hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2008. „Hef verið ein af listrænum stjórnendum hússins, þekki þannig innra starf mjög vel og tekið þátt í verkefnavali. Ég mun setja mikinn fókus á gæði og vandað verkefnaval.“ Magnús Geir hefur þótt markaðssinnaður leikhússtjóri og Kristín segir mikilvægt að leihúsið sé markaðssett. „En, verðum fyrst og fremst að leggja áherslu á að búa til faglega og góða leiklist. Sýningar sem hreyfa við fólki og hafa áhrif. Borgarleikhúsið hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi og ég vil sjá til þess að svo verði áfram. Ég mun setja aukinn fókus á íslenska leikritun og efla hana.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, um stöðu útvarpsstjóra og fékk. Nokkrir óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur, en þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var áskilið að umsækjendur greindu frá framtíðarsýn sinni í 800 orða ritgerð. Þorgerður sagði að nokkuð væri lagt upp úr því hvernig til tækist í þeirri ritgerð. Svo virðist sem Kristínu hafi tekist einstaklega vel upp við skrifin. „Þetta er í raun eins og umsókn þar sem maður lýsir sinni framtíðarsýn. Það gekk mjög vel, ég var með skýrar hugmyndir og spennandi sem átti samhljóm með stjórninni.“ Ráðið er í starfið til fjögurra ára. Heimilt er samkvæmt samþykktum LR að endurráða leikhússtjóra önnur fjögur ár. Miðað er við að nýr leikhússtjóri taki til starfa eins fljótt og auðið er en nánari tímasetning er samkomulagsatriði en hann mun njóta liðsinnis Magnúsar Geirs. Ráðning Kristínar þýðir að leikhússtjórar þeirra þriggja atvinnuleikhúsa sem eru starfrækt á Íslandi eru konur; Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Leikfélagi Akureyrar.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira