Engin tannpína hjá Rory í Flórída 28. febrúar 2014 10:00 Rory McIlroy á vellinum í Palm Beach Gardens í gær. Vísir/Getty Rory McIlroy byrjaði frábærlega á Honda Classic-mótinu sem fór af stað í Bandaríkjunum í gær. Norður-Írinn er í forystu eftir fyrsta keppnisdag en hann spilaði á 63 höggum í gær. Hann er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Russell Henley. McIlroy vakti mikla athygli á sama móti í fyrra þegar hann dró sig úr keppni á miðju móti. Ástæðuna sagði hann vera að hann þjáðist af tannpínu. „Ég var mjög stöðugur í dag en ég tel að það sé algjört lykilatriði á þessum velli að hitta brautir og flatir,“ sagði McIlroy við fjölmiðla í gær. „Þessi braut verðlaunar manni ef maður heldur boltanum í leik og kemur sér í fuglafæri.“Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldson eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari vallarins.Tiger Woods er með að þessu sinni en honum tókst ekki vel upp í dag, lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Hann er í 82. sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa verið í vanræðum með púttin í dag og þarf að eiga góðan hring á morgunn til þess að eiga séns á því að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu. Önnur stór nöfn áttu einnig erfiðan dag í dag, Phil Michelson lék á pari og er í 57. sæti meðan að Henrik Stenson sem situr í þriðja sæti á heimslistanum lék á 73 höggum eða þremur yfir pari. Er hann í 121.sæti og meðal neðstu manna.Útsending frá öðrum keppnisdegi mótsins hefst klukkan 18.00 á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy byrjaði frábærlega á Honda Classic-mótinu sem fór af stað í Bandaríkjunum í gær. Norður-Írinn er í forystu eftir fyrsta keppnisdag en hann spilaði á 63 höggum í gær. Hann er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Russell Henley. McIlroy vakti mikla athygli á sama móti í fyrra þegar hann dró sig úr keppni á miðju móti. Ástæðuna sagði hann vera að hann þjáðist af tannpínu. „Ég var mjög stöðugur í dag en ég tel að það sé algjört lykilatriði á þessum velli að hitta brautir og flatir,“ sagði McIlroy við fjölmiðla í gær. „Þessi braut verðlaunar manni ef maður heldur boltanum í leik og kemur sér í fuglafæri.“Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldson eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari vallarins.Tiger Woods er með að þessu sinni en honum tókst ekki vel upp í dag, lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Hann er í 82. sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa verið í vanræðum með púttin í dag og þarf að eiga góðan hring á morgunn til þess að eiga séns á því að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu. Önnur stór nöfn áttu einnig erfiðan dag í dag, Phil Michelson lék á pari og er í 57. sæti meðan að Henrik Stenson sem situr í þriðja sæti á heimslistanum lék á 73 höggum eða þremur yfir pari. Er hann í 121.sæti og meðal neðstu manna.Útsending frá öðrum keppnisdegi mótsins hefst klukkan 18.00 á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira