Honda hættir framleiðslu Insight Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2014 16:41 Honda Insight var aldrei líklegur til að vinna neinar fegurðarsamkeppnir. Vart er hægt að tala um frægðarför tvinnbílsins Insight frá Honda en hann hefur keppt um hylli við Toyota Prius og tapað þeirri orrustu hressilega. Honda hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans vegna dræmrar sölu bílsins. Toyota hefur selt tíu sinnum fleiri Prius bíla en Honda af Insight þrátt fyrir að Honda Insight hafi verið kynntur kaupendum í Bandaríkjunum hálfu ári fyrr en Toyota hóf söluna á Prius. Var það rétt fyrir aldamótin síðustu. Insight er reyndar ekki eini bíllinn sem Honda hefur ákveðið að hætta framleiðslu á því það á einnig við tveggja dyra CR-Z bílinn. Ástæðan er sú sama, dræm sala. Helmingurinn af öllum seldum Honda Insight bílum seldust á heimamarkaðnum í Japan. Honda á enn 237 daga lager af Insight svo kaupendum mun bjóðast bíllinn að mestu út árið, en bílaumboðum hefir verið sagt að ekki sé hægt að leggja inn fleiri pantanir í bílinn. Sú staðreynd að Insight hverfi af sjónarsviðinu þýðir ekki að Honda muni ekki áfram bjóða tvinnbíla því bæði Civic og Accord verða áfram í boði sem tvinnbílar. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent
Vart er hægt að tala um frægðarför tvinnbílsins Insight frá Honda en hann hefur keppt um hylli við Toyota Prius og tapað þeirri orrustu hressilega. Honda hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans vegna dræmrar sölu bílsins. Toyota hefur selt tíu sinnum fleiri Prius bíla en Honda af Insight þrátt fyrir að Honda Insight hafi verið kynntur kaupendum í Bandaríkjunum hálfu ári fyrr en Toyota hóf söluna á Prius. Var það rétt fyrir aldamótin síðustu. Insight er reyndar ekki eini bíllinn sem Honda hefur ákveðið að hætta framleiðslu á því það á einnig við tveggja dyra CR-Z bílinn. Ástæðan er sú sama, dræm sala. Helmingurinn af öllum seldum Honda Insight bílum seldust á heimamarkaðnum í Japan. Honda á enn 237 daga lager af Insight svo kaupendum mun bjóðast bíllinn að mestu út árið, en bílaumboðum hefir verið sagt að ekki sé hægt að leggja inn fleiri pantanir í bílinn. Sú staðreynd að Insight hverfi af sjónarsviðinu þýðir ekki að Honda muni ekki áfram bjóða tvinnbíla því bæði Civic og Accord verða áfram í boði sem tvinnbílar.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent