Hyundai Genesis gegn þýskum Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2014 14:45 Hingað til hefur Hyundai teflt fram Genesis lúxusbíl sínum á Bandaríkjamarkaði. Breyting verður á því í ár þar sem hann verður einnig í boði í suðurhluta Evrópu, sem og í Tékklandi og Slóvakíu. Þar á hann að keppa við bíla þýsku lúxusbílaframleiðendanna. Samkeppnisbílar Hyundai Genesis eru helst BMW 5-línan, Mercedes Benz E-Class og Audi A6. Þýsku framleiðendurnir eru með um 80% hlutdeild á þessum markaðssvæðum sem Hyundai ætlar nú með Genesis á og það gæti reynst þrautin þyngri að vinna sér markað gegn þeim þýsku. Því eru áætlanir Hyundai hógværar er kemur að því magni bíla sem þeir áætla að selja, eða aðeins 1.000 bílar alls í Evrópu fyrsta árið. Hyundai hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir framleiðslu lúxusbíla og því ætlar Hyundai að treysta á þann kúnnahóp sem átt hefur Hyundai bíla áður og þekkja þá af góðu. Ekki er ljóst á hvaða verði Genesis verður boðinn en víst er að Hyundai verður að verðleggja hann neðar en bíla þýsku framleiðendanna. Heildarmarkaðshlutdeild Hyundai í Evrópu er 3,4% en stefna Hyundai er að auka hana í 5% árið 2020. Hlutdeild Hyundai í janúar féll um 5,5% og ef til vill er tilkoma Genesis í Evrópu liður í því að snúa þessari þróun við. Í Evrópu eru nú 6 milljónir Hyundai bíla og 70% þeirra eru yngri en 7 ára. Þeir sem kaupa Hyundai bíla nú í Evrópu eru í 50% tilvika fyrrum Hyundai eigendur, en sú tala var 36% fyrir 4 árum. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent
Hingað til hefur Hyundai teflt fram Genesis lúxusbíl sínum á Bandaríkjamarkaði. Breyting verður á því í ár þar sem hann verður einnig í boði í suðurhluta Evrópu, sem og í Tékklandi og Slóvakíu. Þar á hann að keppa við bíla þýsku lúxusbílaframleiðendanna. Samkeppnisbílar Hyundai Genesis eru helst BMW 5-línan, Mercedes Benz E-Class og Audi A6. Þýsku framleiðendurnir eru með um 80% hlutdeild á þessum markaðssvæðum sem Hyundai ætlar nú með Genesis á og það gæti reynst þrautin þyngri að vinna sér markað gegn þeim þýsku. Því eru áætlanir Hyundai hógværar er kemur að því magni bíla sem þeir áætla að selja, eða aðeins 1.000 bílar alls í Evrópu fyrsta árið. Hyundai hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir framleiðslu lúxusbíla og því ætlar Hyundai að treysta á þann kúnnahóp sem átt hefur Hyundai bíla áður og þekkja þá af góðu. Ekki er ljóst á hvaða verði Genesis verður boðinn en víst er að Hyundai verður að verðleggja hann neðar en bíla þýsku framleiðendanna. Heildarmarkaðshlutdeild Hyundai í Evrópu er 3,4% en stefna Hyundai er að auka hana í 5% árið 2020. Hlutdeild Hyundai í janúar féll um 5,5% og ef til vill er tilkoma Genesis í Evrópu liður í því að snúa þessari þróun við. Í Evrópu eru nú 6 milljónir Hyundai bíla og 70% þeirra eru yngri en 7 ára. Þeir sem kaupa Hyundai bíla nú í Evrópu eru í 50% tilvika fyrrum Hyundai eigendur, en sú tala var 36% fyrir 4 árum.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent