Innlent

Hálka og hálkublettir víðast hvar

VÍSIR/PJETUR
Hálka eða hálkublettir eru á flestum fjallvegum á Vesturlandi en vegir á láglendi eru mikið til auðir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á vegum, einkum á fjallvegum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Klettsháls. Snjóþekja er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði.

Hálka, snjóþekja og hálkublettir eru víðast hvar á Norðurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi. Við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum er víða snjóþekja eða hálka. Ófært er á Hólasandi. Snjóþekja og éljagangur er með norðausturströndinni. Snjóþekja er á Mývatnsöræfum.

Ófært er á Háreksstaðarleið og Vatnsskarði eystra. Snjóþekja er á Möðrudalsöræfum. Þungfært og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Þæfingsfærð er á Oddsskarði. Hálkublettir eru frá Reyðarfirði með ströndinni að Höfn.

Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.

Vegna vinnu við einbreiða brú má búast við umferðartöfum á hringvegi við Súlu/Núpsvötn á Skeiðarársandi allt að 30 mínútum í senn, frá mánudagi til fimmtudags frá 8.00 til 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×