Spilling var orðin þjóðaríþrótt í Úkraínu Elimar Hauksson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum. Úkraína Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum.
Úkraína Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira