Mokar út mannbroddum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 10:30 Jónína segir söluna hafa gengið vel í vetur. „Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Þar á bæ seljast mannbroddar betur en áður. Mun betur en suma vetur. „Já, suma vetur kemur engin hálka, en svo kemur svona vetur og þá rjúka mannbroddarnirnir út. Það sem hefur verið sérstakt við þennan vetur er hversu langt hálkutímabilið hefur verið. Stundum er þetta bara í eina til tvær vikur. En í vetur hefur hálkan varla farið,“ segir Jónína. Nýr vinkill í mannbroddasölu er aukningin í heimsóknum túrista. „Hingað koma ferðaskrifstofur og kaupa mikið magn af mannbroddum. Ég fékk líka til mín konu sem var bara með fólk í heimagistingu. Hún keypti mannbrodda fyrir alla sem hjá henni gistu, enda er alveg flughált við Gullfoss og Geysi,“ útskýrir Jónína. Hlaupaóðir Íslendingar leggja líka sitt lóð á vogaskálarnar í mannbroddasölunni. „Hlauparar eru mjög áhugasamir um svona mannbrodda og taka sérstakar gerð, sem er auðvelt að hlaupa á. Við erum með margar tegundir mannbrodda sem eru allar gerðar fyrir mismunandi aðstæður,“ segir Jónína. „Við bjóðum fólki líka upp á að setja nagla í skóna þeirra – svona svipað og dekk eru negld. Nema, að við skrúfum naglana upp í sólann. Þetta hefur verið voðalega vinsælt í vetur,“ segir Jónína sem horfir nú til veðurs og veltir fyrir sér hvort ný hálkutíð sé í vændum.Þurftuð þið að leggja inn auka pöntun af mannbroddum?„Já, við þurftum að gera það og erum til dæmis að fá tvö hundruð stykki í viðbót á næstu dögum.“Og þá vonist þið væntanlega eftir meiri hálku?„Ef þetta selst ekki núna, þá fer þetta bara næsta vetur. En auðvitað væri gott að losna við þetta,“ svarar Jónína létt í bragði. Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Þar á bæ seljast mannbroddar betur en áður. Mun betur en suma vetur. „Já, suma vetur kemur engin hálka, en svo kemur svona vetur og þá rjúka mannbroddarnirnir út. Það sem hefur verið sérstakt við þennan vetur er hversu langt hálkutímabilið hefur verið. Stundum er þetta bara í eina til tvær vikur. En í vetur hefur hálkan varla farið,“ segir Jónína. Nýr vinkill í mannbroddasölu er aukningin í heimsóknum túrista. „Hingað koma ferðaskrifstofur og kaupa mikið magn af mannbroddum. Ég fékk líka til mín konu sem var bara með fólk í heimagistingu. Hún keypti mannbrodda fyrir alla sem hjá henni gistu, enda er alveg flughált við Gullfoss og Geysi,“ útskýrir Jónína. Hlaupaóðir Íslendingar leggja líka sitt lóð á vogaskálarnar í mannbroddasölunni. „Hlauparar eru mjög áhugasamir um svona mannbrodda og taka sérstakar gerð, sem er auðvelt að hlaupa á. Við erum með margar tegundir mannbrodda sem eru allar gerðar fyrir mismunandi aðstæður,“ segir Jónína. „Við bjóðum fólki líka upp á að setja nagla í skóna þeirra – svona svipað og dekk eru negld. Nema, að við skrúfum naglana upp í sólann. Þetta hefur verið voðalega vinsælt í vetur,“ segir Jónína sem horfir nú til veðurs og veltir fyrir sér hvort ný hálkutíð sé í vændum.Þurftuð þið að leggja inn auka pöntun af mannbroddum?„Já, við þurftum að gera það og erum til dæmis að fá tvö hundruð stykki í viðbót á næstu dögum.“Og þá vonist þið væntanlega eftir meiri hálku?„Ef þetta selst ekki núna, þá fer þetta bara næsta vetur. En auðvitað væri gott að losna við þetta,“ svarar Jónína létt í bragði.
Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira