Reed í forystu - Woods í toppbaráttunni eftir frábæran hring Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. mars 2014 00:22 Tiger Woods sýndi allar sínar bestu hliðar í dag og er til alls líklegur á lokahringnum. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed hefur tveggja högga forystu þegar að 18 holur eru eftir af Cadillac meistaramótinu sem fram fer á Blue Monster vellinum í Flórída. Reed er samtals á fjórum höggum undir pari en hann lék á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Aðstæður til þess að skora vel voru mun betri í dag heldur en í gær þegar að mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir. Í öðru sæti eru þeir Jason Dufner og Hunter Mahan á tveimur höggum undir pari en þar á eftir koma Jamie Donaldson og Tiger Woods á einu höggi undir pari samtals. Woods spilaði frábært golf í dag og kom inn á sex höggum undir pari og með góðum lokahring gæti hann varið titilinn á Cadillac meistaramótinu sem hann sigraði í fyrra með töluverðum yfirburðum.Rory McIlroy átti alls ekki góðan hring í dag og spilaði sig úr toppbaráttunni en hann er í 19. sæti á þremur höggum yfir pari, sjö höggum á eftir efsta manni. Nokkur stór nöfn eru þó nálægt efstu mönnum og gætu hæglega barist um titilinn á morgun. Þar ber helst að nefna Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez sem er á sléttu pari ásamt nöfnunum Zach Johnson og Dustin Johnson.Eitt er víst að lokadagurinn á eftir að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00 á morgun, sunnudag. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed hefur tveggja högga forystu þegar að 18 holur eru eftir af Cadillac meistaramótinu sem fram fer á Blue Monster vellinum í Flórída. Reed er samtals á fjórum höggum undir pari en hann lék á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Aðstæður til þess að skora vel voru mun betri í dag heldur en í gær þegar að mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir. Í öðru sæti eru þeir Jason Dufner og Hunter Mahan á tveimur höggum undir pari en þar á eftir koma Jamie Donaldson og Tiger Woods á einu höggi undir pari samtals. Woods spilaði frábært golf í dag og kom inn á sex höggum undir pari og með góðum lokahring gæti hann varið titilinn á Cadillac meistaramótinu sem hann sigraði í fyrra með töluverðum yfirburðum.Rory McIlroy átti alls ekki góðan hring í dag og spilaði sig úr toppbaráttunni en hann er í 19. sæti á þremur höggum yfir pari, sjö höggum á eftir efsta manni. Nokkur stór nöfn eru þó nálægt efstu mönnum og gætu hæglega barist um titilinn á morgun. Þar ber helst að nefna Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez sem er á sléttu pari ásamt nöfnunum Zach Johnson og Dustin Johnson.Eitt er víst að lokadagurinn á eftir að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00 á morgun, sunnudag.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira