Golf

Þrumuveður setti strik í reikninginn á Doral

Hunter Mahan er meðal fimm kylfinga sem leiða á Cadillac meistaramótinu.
Hunter Mahan er meðal fimm kylfinga sem leiða á Cadillac meistaramótinu. Getty/Vísir




Það er óhætt að segja að Cadillac meistaramótið á heimsmótaröðinni í golfi hafi ekki farið vel af stað en stöðva þurfti mótið í rúmlega tvo klukkutíma vegna þrumuveðurs. Aðeins örfáir kylfingar náðu að klára fyrsta hring en Jason Dufner, Hunter Mahan, Francesco Molinari, Patrick Reed og Harris English leiða eins og er, allir á þremur höggum undir pari.



Tiger Woods átti ekki góðan dag en eftir þær tíu holur sem hann hefur klárað er hann á tveimur höggum yfir pari. Rory McIlroy byrjaði mótið þó ágætlega og er á einu höggi undir pari eftir fjórtán holur.



Á morgun munu þeir kylfingar sem ekki náðu að klára fyrsta hring taka daginn snemma, en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×