Urriðaperla í Skagafirði Karl Lúðvíksson skrifar 6. mars 2014 17:57 Veiðimaður veður Svartá Mynd: www.veida.is Ein af þessum litlu veiðiperlum sem gaman er að kynnast er Svartá í Skagafirði en þar til fyirr nokkrum árum voru fáir sem vissu af henni og höfðu veitt hana. Undirritaður hafði heyrt hana nefnda en ekki mikið meira en það. Þeir sem hafa veitt ánna mæla hiklaust með henni enda er hún skemmtileg, krefjandi og veiðin orðin betri en hún var þökk sé veitt og sleppt reglu í ánni. Eftir að sú regla var sett í gang fer fiskurinn stækkandi og honum fjölgar. Lunknir veiðimenn geta gert fyekilega góða veiði og algengt var að þeir sem þekkja ánna vel hafi verið að veiða tugi urriða á dag sem allir fengu frelsi að lokinni viðureign, þær stærstu allt að 60 sm langir. Eingöngu er veitt á flugu í ánni og á tímum þegar verðlag veiðileyfa er mikið rætt er verðlagning Svartár sérstaklega mikið fagnaðarefni en dagurinn í ánni kostar aðeins 7.500 kr. Áin er veidd frá 1. júní til 15. sept á hverju ári og veiðileyfi í hana má meðal annars nálgast á www.veida.is Stangveiði Mest lesið Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Bleikjan farin að taka í Hraunsfirði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Maðkveiði ekki lengur leyfð í Langá á Mýrum Veiði
Ein af þessum litlu veiðiperlum sem gaman er að kynnast er Svartá í Skagafirði en þar til fyirr nokkrum árum voru fáir sem vissu af henni og höfðu veitt hana. Undirritaður hafði heyrt hana nefnda en ekki mikið meira en það. Þeir sem hafa veitt ánna mæla hiklaust með henni enda er hún skemmtileg, krefjandi og veiðin orðin betri en hún var þökk sé veitt og sleppt reglu í ánni. Eftir að sú regla var sett í gang fer fiskurinn stækkandi og honum fjölgar. Lunknir veiðimenn geta gert fyekilega góða veiði og algengt var að þeir sem þekkja ánna vel hafi verið að veiða tugi urriða á dag sem allir fengu frelsi að lokinni viðureign, þær stærstu allt að 60 sm langir. Eingöngu er veitt á flugu í ánni og á tímum þegar verðlag veiðileyfa er mikið rætt er verðlagning Svartár sérstaklega mikið fagnaðarefni en dagurinn í ánni kostar aðeins 7.500 kr. Áin er veidd frá 1. júní til 15. sept á hverju ári og veiðileyfi í hana má meðal annars nálgast á www.veida.is
Stangveiði Mest lesið Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Bleikjan farin að taka í Hraunsfirði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Maðkveiði ekki lengur leyfð í Langá á Mýrum Veiði