Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Vísir/Getty
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, hafa opinberað byrjunarliðið sem mætir Wales í vináttuleik á Cardiff-vellinum klukkan 19.45.

Theódór Elmar Bjarnason byrjar í stöðu hægri bakverðar í stað Birkis Más Sævarssonar en Elmar þótti standa sig ágætlega í leiknum gegn Svíþjóð fyrr á árinu. Þar spilaði hann á miðjunni.

Hannes Þór Halldórsson ver markið og miðverðir eru Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason. Birkir Bjarnason er ekki í byrjunarliðinu sem er óvanalegt en Emil Hallfreðsson byrjar á kantinum á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Byrjunarliðið:

Markvörður

Hannes Þór Halldórsson

Bakverðir:

Theodór Elmar Bjarnason

Ari Freyr Skúlason

Miðverðir:

Ragnar Sigurðsson

Kári Árnason

Tengiliðir:

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði)

Gylfi Þór Sigurðsson

Kantmenn:

Jóhann Berg Guðmundsson

Emil Hallfreðsson

Framherjar:

Alfreð Finnbogason

Kolbeinn Sigþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×