"Það verður ekki mikil vorveiði hér" Karl Lúðvíksson skrifar 5. mars 2014 13:07 Mikill snjór gæti seinkað vorveiði norðanlands Nú er ekki nema rétt mánuður í að veiðin hefjist en 1. apríl opna nokkur vötn og sjóbirtingsár fyrir veiðimenn. Það er þó heldur ólíklegt að mikið verði veitt á norður og norðausturlandi ef veður verða áfram eins og þau hafa verið því þar er allt á kafi í snjó og veðurspáin segir að það sé bara að snjóa meira næstu viku. Litlaá í Keldum sleppur því í hana rennur volgt vatn og hún þess vegna íslaus að mestu eða öllu leiti. Bragi Einarsson ,sem veiðir mikið á norðurlandi ,var ekki bjartsýnn þegar við heyrðum í honum í morgun. "Þetta minnir á önnur snjóþung ár og þá var ekkert hægt að veiða fyrr en í lok apríl í flestum vötnum og jafnvel seinna. Ég man sum árin þegar t.d. Vestmannsvatn, Kringluvatn, Ljósavatn og Sléttuhlíðarvatn voru ennþá með ís 1. maí og mér sýnist þetta ár ætla að verða eins. Miðað við snjóþyngsl þá verður ekki mikil vorveiði hér" sagði Bragi, heldur þungur á brún yfir útlitinu fyrir norðan. Sama staða er uppi fyrir vestan en þar er mikið fannfergi. Það er helst að suðvesturland, suðurland og hluti austurlands komi til með að sleppa en víða er bara föl á láglendi og ekki mikill ís á sumum vatnana. Komi hressileg hláka í 2-3 vikur verður ísinn fljótur að fara. En á meðan ísinn er traustur er þá ekki bara spurning um að dorga í stað þess að kasta flugu? Stangveiði Mest lesið 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði
Nú er ekki nema rétt mánuður í að veiðin hefjist en 1. apríl opna nokkur vötn og sjóbirtingsár fyrir veiðimenn. Það er þó heldur ólíklegt að mikið verði veitt á norður og norðausturlandi ef veður verða áfram eins og þau hafa verið því þar er allt á kafi í snjó og veðurspáin segir að það sé bara að snjóa meira næstu viku. Litlaá í Keldum sleppur því í hana rennur volgt vatn og hún þess vegna íslaus að mestu eða öllu leiti. Bragi Einarsson ,sem veiðir mikið á norðurlandi ,var ekki bjartsýnn þegar við heyrðum í honum í morgun. "Þetta minnir á önnur snjóþung ár og þá var ekkert hægt að veiða fyrr en í lok apríl í flestum vötnum og jafnvel seinna. Ég man sum árin þegar t.d. Vestmannsvatn, Kringluvatn, Ljósavatn og Sléttuhlíðarvatn voru ennþá með ís 1. maí og mér sýnist þetta ár ætla að verða eins. Miðað við snjóþyngsl þá verður ekki mikil vorveiði hér" sagði Bragi, heldur þungur á brún yfir útlitinu fyrir norðan. Sama staða er uppi fyrir vestan en þar er mikið fannfergi. Það er helst að suðvesturland, suðurland og hluti austurlands komi til með að sleppa en víða er bara föl á láglendi og ekki mikill ís á sumum vatnana. Komi hressileg hláka í 2-3 vikur verður ísinn fljótur að fara. En á meðan ísinn er traustur er þá ekki bara spurning um að dorga í stað þess að kasta flugu?
Stangveiði Mest lesið 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði