Rússar brjóta alþjóðalög að mati utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2014 20:00 Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason. Úkraína Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason.
Úkraína Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira