Volkswagen undir milljón fyrir Kínamarkað Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 10:15 Volkswagen og Fiat hafa mikinn áhuga á að bjóða sérlega ódýra bíla fyrir Kínamarkað. Autoblog Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent
Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent