Kaupir Mercedes Aston Martin? Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 12:30 Aston Martin Vantage. Jalopnik Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent