Trausti Jónsson hættir að blogga vegna áreitis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2014 15:18 Trausti Jónsson veðurfræðingur vísir/gva „Hungurdiskar taka sér nú frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum. Hittumst síðar,“ skrifaði Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Líklega kannast flestir við Trausta sem prýtt hefur sjónvarpsskjái landsmanna með veðurfréttum sínum á RÚV í fjölda ára. Bloggsíða hans hefur notið töluverðra vinsælda og hefur Trausti skrifað hátt í tólf hundruð færslur á rúmum þremur árum. „Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““ Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“ Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“ Trausta þykir þetta leiðinlegt en vill ekki gera mikið úr þessu. „Ég þarf bara að hugsa minn gang. Ég er ekkert að hætta, tek mér bara smá frí. Hvort það verður stutt eða langt verður bara að sýna sig.“ Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Hungurdiskar taka sér nú frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum. Hittumst síðar,“ skrifaði Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Líklega kannast flestir við Trausta sem prýtt hefur sjónvarpsskjái landsmanna með veðurfréttum sínum á RÚV í fjölda ára. Bloggsíða hans hefur notið töluverðra vinsælda og hefur Trausti skrifað hátt í tólf hundruð færslur á rúmum þremur árum. „Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““ Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“ Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“ Trausta þykir þetta leiðinlegt en vill ekki gera mikið úr þessu. „Ég þarf bara að hugsa minn gang. Ég er ekkert að hætta, tek mér bara smá frí. Hvort það verður stutt eða langt verður bara að sýna sig.“
Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira