Er til fullkomin fluga í vorveiðina? Karl Lúðvíksson skrifar 13. mars 2014 16:24 Nú er að styttast í veiðitímann og nokkuð víst að fiðringur og spenna eru farin að gera vart við sig hjá veiðimönnum. Vorveiðin verður líklega nokkuð seinna á ferðinni fyrir norðan meira að segja seinna en menn þar um slóðir eiga að venjast því mikill snjór er víða við vötn og þau flest ísilögð en þó ekki öll. Á suðvesturlandi gæti ræst úr veiðinni í vötnunum ef það hlánar en það er samt nokkuð ljóst að ís verður víða við þau 1. apríl. Þeir sem ætla að láta reyna á veiðina eru margir farnir að raða flugunum í boxin og velta fyrir sér hvaða flugu verður kastað fyrst. Þetta er alltaf ákveðið lúxusvandamál, þ.e.a.s. að horfa í boxið fullt af vænlegum flugum og velja fluguna sem byrjar tímabilið. Ein af þessum flugum sem hefur í gegnum tíðina verið mjög vinsæl er Mickey Finn en hún þykir sérstaklega veiðin í þeim vötnum þar sem urriði er uppistaðan af veiðinni og þá jafn sterkust á vorin. Kannski er það liturinn sem gerir fiskinn forvitinn og hvetur hann til töku enda er fiskurinn búinn að vera í heldur litlu æti um veturinn þó það sé ekki algilt. Þegar Mickey Finn er strippuð í vatninu getur verið ákaflega gaman að sjá urriðana stökkva grimmilega á hana. Best þykir að veiða hana með sökk enda enda sökklínu en þó eru margir sem nota bara flotlínu t.d. í Elliðavatni. Ef þú átt hana ekki þarftu að kaupa eða hnýta eitt eintak því þetta er fluga sem yfirleitt kemur manni þægilega á óvart. Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði
Nú er að styttast í veiðitímann og nokkuð víst að fiðringur og spenna eru farin að gera vart við sig hjá veiðimönnum. Vorveiðin verður líklega nokkuð seinna á ferðinni fyrir norðan meira að segja seinna en menn þar um slóðir eiga að venjast því mikill snjór er víða við vötn og þau flest ísilögð en þó ekki öll. Á suðvesturlandi gæti ræst úr veiðinni í vötnunum ef það hlánar en það er samt nokkuð ljóst að ís verður víða við þau 1. apríl. Þeir sem ætla að láta reyna á veiðina eru margir farnir að raða flugunum í boxin og velta fyrir sér hvaða flugu verður kastað fyrst. Þetta er alltaf ákveðið lúxusvandamál, þ.e.a.s. að horfa í boxið fullt af vænlegum flugum og velja fluguna sem byrjar tímabilið. Ein af þessum flugum sem hefur í gegnum tíðina verið mjög vinsæl er Mickey Finn en hún þykir sérstaklega veiðin í þeim vötnum þar sem urriði er uppistaðan af veiðinni og þá jafn sterkust á vorin. Kannski er það liturinn sem gerir fiskinn forvitinn og hvetur hann til töku enda er fiskurinn búinn að vera í heldur litlu æti um veturinn þó það sé ekki algilt. Þegar Mickey Finn er strippuð í vatninu getur verið ákaflega gaman að sjá urriðana stökkva grimmilega á hana. Best þykir að veiða hana með sökk enda enda sökklínu en þó eru margir sem nota bara flotlínu t.d. í Elliðavatni. Ef þú átt hana ekki þarftu að kaupa eða hnýta eitt eintak því þetta er fluga sem yfirleitt kemur manni þægilega á óvart.
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði