Enski boltinn

Ísland niður um fjögur sæti á nýjum FIFA-lista

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ari Freyr Skúlason fellir Gareth Bale í landsleik Íslands og Wales.
Ari Freyr Skúlason fellir Gareth Bale í landsleik Íslands og Wales. Vísir/Getty
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í 52. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun en liðið fellur um fjögur sæti frá síðasta lista.

Ísland er búið að tapa tveimur leikjum á árinu. Fyrst fyrir Svíþjóð í janúar og svo gegn Wales í Cardiff í síðustu viku.

Strákarnir eru í 29. sæti á Evrópulistanum en Austurríki, sem Ísland mætir næst í vináttulandsleik í maí, er í 44. sæti af öllum þjóðunum og í 25. sæti á Evrópulistanum.

Spánn er áfram í efsta sæti listans en efstu fimm sætin eru óbreytt. Þjóðverjar eru í öðru og þar á eftir koma Argentína, Portúgal og Kólumbía.

England er í tólfta sæti og fer upp um þrjú sæti en Hollendingar, sem Ísland mætir í undankeppni EM 2016 í haust, eru í ellefta sæti. Þeir falla niður um eitt sæti.

Allan listann má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×