Ísland framleiðir sterkustu menn heims Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2014 15:51 Þátturinn ber nafnið "Nest of Giants“. myndir/skjáskot Vice fór á dögunum af stað með nýja heimildarþáttaröð en í nýjasta þættinum skyggnist Clive Martin, þáttastjórnandi, inn í líf íslenskra kraftajötna. Martin heimsækir líkamsræktarstöðina Jakaból og hittir þar fyrir Magnús Ver Magnússon, eiganda stöðvarinnar, og ræðir við hann um líf kraftlyftingarmannsins á Íslandi. Þáttastjórnandinn hittir einnig fyrir Ara Gunnarsson og Stefán Sölva Pétursson, kraftlyftingarmenn, og fer meðal annars með þeim við leiði Jóns Páls Sigmarssonar. Farið er yfir víðan völl í þættinum og spreytir meðal annars Clive Martin sig á Skólahreystiþraut sem staðsett er við Laugadalslaugina. Þar ræðir hann við Andrés Guðmundsson, upphafsmann Skólahreystis, og Sölva Fannar Viðarsson. Sterkasti maður Íslands Hafþór Björnsson er einnig í viðtali í þættinum og ræðir Martin við Hafþór um árangur hans í kraftlyftingum og hvernig hann klófesti hlutverkið í þáttunum Game of Thrones. Þátturinn ber nafnið „Nest of Giants“ eða hreiður risanna og má sjá hér að neðan. Game of Thrones Sterkasti maður heims Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Vice fór á dögunum af stað með nýja heimildarþáttaröð en í nýjasta þættinum skyggnist Clive Martin, þáttastjórnandi, inn í líf íslenskra kraftajötna. Martin heimsækir líkamsræktarstöðina Jakaból og hittir þar fyrir Magnús Ver Magnússon, eiganda stöðvarinnar, og ræðir við hann um líf kraftlyftingarmannsins á Íslandi. Þáttastjórnandinn hittir einnig fyrir Ara Gunnarsson og Stefán Sölva Pétursson, kraftlyftingarmenn, og fer meðal annars með þeim við leiði Jóns Páls Sigmarssonar. Farið er yfir víðan völl í þættinum og spreytir meðal annars Clive Martin sig á Skólahreystiþraut sem staðsett er við Laugadalslaugina. Þar ræðir hann við Andrés Guðmundsson, upphafsmann Skólahreystis, og Sölva Fannar Viðarsson. Sterkasti maður Íslands Hafþór Björnsson er einnig í viðtali í þættinum og ræðir Martin við Hafþór um árangur hans í kraftlyftingum og hvernig hann klófesti hlutverkið í þáttunum Game of Thrones. Þátturinn ber nafnið „Nest of Giants“ eða hreiður risanna og má sjá hér að neðan.
Game of Thrones Sterkasti maður heims Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira