McIlroy pirraður á púttunum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 23:30 Rory McIlroy fer nú í þriggja vikna frí. vísir/getty Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy vonaðist til að byrja árið 2014 betur en raun ber vitni eftir hörmungina sem síðasta ár var hjá þessum gríðarlega hæfileikaríka pilti. McIlroy tapaði í fjögurra manna bráðabana á Honda Classic-mótinu fyrir rúmri viku eftir að vera í forystu eftir fyrstu þrjá dagana. Þar klikkaði hann á síðustu níu holunum og gaf frá sér sigurinn á endanum þrátt fyrir nokkur glæsileg högg. Rory fór fyrsta hringinn á Heimsmótinu á Trump National-vellinum í Flórída um helgina á 70 höggum en þrjá næstu á 74, 75 og 74 höggum og lauk leik á fimm höggum yfir pari í 25. sæti. Norður-Írinn sló tvisvar í vatnstorfæru á laugardaginn en það voru púttin í gær sem fóru með hann. Hann setti aðeins niður eitt pútt fyrir fugli en annað vildi ekki detta. „Þetta er meira pirrandi en nokkuð annað. Ég hitti 14 flatir en gat ekki sett neitt ofan í. Svo í hvert skipti sem ég hitti ekki flöt gat ég ekki bjargað mér. Mér leið eins og ég ætti að vera gera betur en ég bara komst ekki í lang,“ sagði McIlroy eftir lokahringinn. „Svona er þessi völlur. Maður verður að nákvæmur og það er mest pirrandi. Ef maður hittir ekki brautirnar er nánast ómögulegt að setja boltann nálægt flagginu. En nú fæ ég þriggja vikna frí fram að Houston Open og opna bandaríska.“ McIlroy fékk aðeins einn fugl á lokahringum en honum náði norður-Írinn eftir glæsilegt högg úr glompu. Því miður fyrir Rory var þetta hápunkturinn á lokadegi heimsmótsins. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy vonaðist til að byrja árið 2014 betur en raun ber vitni eftir hörmungina sem síðasta ár var hjá þessum gríðarlega hæfileikaríka pilti. McIlroy tapaði í fjögurra manna bráðabana á Honda Classic-mótinu fyrir rúmri viku eftir að vera í forystu eftir fyrstu þrjá dagana. Þar klikkaði hann á síðustu níu holunum og gaf frá sér sigurinn á endanum þrátt fyrir nokkur glæsileg högg. Rory fór fyrsta hringinn á Heimsmótinu á Trump National-vellinum í Flórída um helgina á 70 höggum en þrjá næstu á 74, 75 og 74 höggum og lauk leik á fimm höggum yfir pari í 25. sæti. Norður-Írinn sló tvisvar í vatnstorfæru á laugardaginn en það voru púttin í gær sem fóru með hann. Hann setti aðeins niður eitt pútt fyrir fugli en annað vildi ekki detta. „Þetta er meira pirrandi en nokkuð annað. Ég hitti 14 flatir en gat ekki sett neitt ofan í. Svo í hvert skipti sem ég hitti ekki flöt gat ég ekki bjargað mér. Mér leið eins og ég ætti að vera gera betur en ég bara komst ekki í lang,“ sagði McIlroy eftir lokahringinn. „Svona er þessi völlur. Maður verður að nákvæmur og það er mest pirrandi. Ef maður hittir ekki brautirnar er nánast ómögulegt að setja boltann nálægt flagginu. En nú fæ ég þriggja vikna frí fram að Houston Open og opna bandaríska.“ McIlroy fékk aðeins einn fugl á lokahringum en honum náði norður-Írinn eftir glæsilegt högg úr glompu. Því miður fyrir Rory var þetta hápunkturinn á lokadegi heimsmótsins.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira