Reed stóð við stóru orðin og sigraði á Cadillac meistaramótinu 10. mars 2014 00:11 Reed og kylfusveinn hans ræða málin á þriðju holu á lokahringnum í dag. AP/Vísir Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sigraði í kvöld Cadillac meistaramótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra á Doral vellinum á fjórum höggum undir pari en í öðru sæti voru Jamie Donaldson og Bubba Watson jafnir á þremur höggum undir.Patrick Reed er aðeins 23 ára gamall en þetta er þriðji sigurinn hans á PGA mótaröðinni eftir að hann komst inn á hana árið 2013. Reed talaði við fréttamenn í síðustu viku þar sem hann sagði kokhraustur að hann væri einn af fimm bestu kylfingum í heimi. Margir hlógu að því enda ansi stór yfirlýsing hjá 23 ára kylfingi sem á aðeins eitt tímabil að baki á PGA mótaröðinni. Hann á þó síðasta orðið en frammistaða hans yfir hringina fjóra á hinum gífurlega erfiða „Blue Monster“ velli á Doral var hreint út sagt frábær. „Ég var að pútta svo vel allt mótið og það gefur manni mikið sjálfstraust,“ sagði hæstánægður Reed eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom með ansi stóra fullyrðingu fyrr í vikunni og ég get svo sannarlega staðið við hana núna, það eru ekki margir kylfingar sem hafa unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni eftir jafn stuttan tíma á henni, nema kannski goðsagnir eins og Tiger Woods. Eitt er víst að ég er mjög ánægður með frammistöðuna um helgina og mig hlakkar til þess að vera í baráttunni í næstu mótum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sig inn í toppbaráttuna í gær með frábærum hring átti Tiger Woods ekki góðan lokahring en hann lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði mótið því á fimm höggum yfir pari, jafn í 25. sæti ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy og fleiri kylfingum. Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sigraði í kvöld Cadillac meistaramótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra á Doral vellinum á fjórum höggum undir pari en í öðru sæti voru Jamie Donaldson og Bubba Watson jafnir á þremur höggum undir.Patrick Reed er aðeins 23 ára gamall en þetta er þriðji sigurinn hans á PGA mótaröðinni eftir að hann komst inn á hana árið 2013. Reed talaði við fréttamenn í síðustu viku þar sem hann sagði kokhraustur að hann væri einn af fimm bestu kylfingum í heimi. Margir hlógu að því enda ansi stór yfirlýsing hjá 23 ára kylfingi sem á aðeins eitt tímabil að baki á PGA mótaröðinni. Hann á þó síðasta orðið en frammistaða hans yfir hringina fjóra á hinum gífurlega erfiða „Blue Monster“ velli á Doral var hreint út sagt frábær. „Ég var að pútta svo vel allt mótið og það gefur manni mikið sjálfstraust,“ sagði hæstánægður Reed eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom með ansi stóra fullyrðingu fyrr í vikunni og ég get svo sannarlega staðið við hana núna, það eru ekki margir kylfingar sem hafa unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni eftir jafn stuttan tíma á henni, nema kannski goðsagnir eins og Tiger Woods. Eitt er víst að ég er mjög ánægður með frammistöðuna um helgina og mig hlakkar til þess að vera í baráttunni í næstu mótum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sig inn í toppbaráttuna í gær með frábærum hring átti Tiger Woods ekki góðan lokahring en hann lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði mótið því á fimm höggum yfir pari, jafn í 25. sæti ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy og fleiri kylfingum.
Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira