BMW X7 í bígerð Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 10:38 Í verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínufylki í Bandaríkjunum, þar sem nýr BMW X7 yrði framleiddur. BMW ætlar ekki að leyfa Mercedes Benz að eiga sviðið í flokki 7 sæta lengri jeppa og hyggur á framleiðslu á lengri jeppa en X5 og X6 núverandi jeppar fyrirtækisins. Hann verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X5 og X6. Þessi nýi bíll mun keppa við GL-jeppa Mercedes Benz. Bíllinn verður framleiddur í Bandaríkjunum, enda er stærsti markaðurinn fyrir slíka jeppa þar. Búist er við því að hann komi á markað árið 2018, þ.e. um sama leiti og næsta kynslóð GL verður kynntur. Einnig er leitt að því líkum að lúxusjeppi af Rolls Royce gerð verði byggður á sama undirvagni, en Rolls Royce er jú í eigu BMW. Þá eru einnig taldar líkur á því að stór jeppi í þessum flokki verði framleiddur undir merkjum Aston Martin en samstarf Mercedes Benz og Aston Martin er orðið náið og góðar líkur taldar á að Benz yfirtaki Aston Martin. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
BMW ætlar ekki að leyfa Mercedes Benz að eiga sviðið í flokki 7 sæta lengri jeppa og hyggur á framleiðslu á lengri jeppa en X5 og X6 núverandi jeppar fyrirtækisins. Hann verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X5 og X6. Þessi nýi bíll mun keppa við GL-jeppa Mercedes Benz. Bíllinn verður framleiddur í Bandaríkjunum, enda er stærsti markaðurinn fyrir slíka jeppa þar. Búist er við því að hann komi á markað árið 2018, þ.e. um sama leiti og næsta kynslóð GL verður kynntur. Einnig er leitt að því líkum að lúxusjeppi af Rolls Royce gerð verði byggður á sama undirvagni, en Rolls Royce er jú í eigu BMW. Þá eru einnig taldar líkur á því að stór jeppi í þessum flokki verði framleiddur undir merkjum Aston Martin en samstarf Mercedes Benz og Aston Martin er orðið náið og góðar líkur taldar á að Benz yfirtaki Aston Martin.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent