Móttaka hótelsins gerð að skyndihjálparstöð Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2014 11:05 Í morgun, sé yfir torgið þar sem fjöldamorðin voru framin 21. febrúar síðastliðinn. VÍSIR/VALLI „Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir. Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir.
Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira