Golf

Mögnuð tilþrif hjá Adam Scott á Bay Bill | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adam Scott er líklegur á Bay Hill.
Adam Scott er líklegur á Bay Hill. Vísir/Getty
Ástralinn Adam Scott er í forystu eftir fyrsta hring á Arnold Palmer-boðsmótinu sem fram fer á Bay Hill-vellinum að vanda.

Hann lék holurnar 18 á 62 höggum í gær eða tíu höggum undir pari og setti með því vallarmet. Hann er þremur höggum á undan næstu mönnum, RyoIshikawa frá Japan og Bandaríkjamanninum JohnMerrick.

„Ég er hrikalega ánægður með hvernig þetta byrjar. Ég veit ekki hvað gerðist en pútterinn var sjóðheitur. Þetta var einn af þessum dögum þar sem holan leit út eins og fata,“ sagði Adam Scott hæstánægður með árangurinn en hann nálgast nú efsta sæti heimslistans.

Annar keppnisdagur er í dag og hefst útsending frá honum á Golfstöðinni klukkan 19.00.

Hér að neðan má sjá brot af tilþrifum Ástralans í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×