97 ára með tvær listasýningar í gangi Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2014 09:22 Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir hér kjól sem svipar mjög til kjóls sem Vigdís Finnbogadóttir klæddist opinberlega í forsetatíð sinni VÍSIR/Stefán Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira