Veiðimenn þegar komnir af stað með stangirnar Karl Lúðvíksson skrifar 30. mars 2014 10:00 Flottur urriði sem veiddist í fyrradag Mynd: Heimir Sigurður Karlsson Þrátt fyrir að hinn eiginlegi fyrsti dagur í veiði sé ekki enn runninn upp eru nokkrir veiðimenn þegar farnir að veiða í vötnum sem eru opin allt árið. Það má benda á að t.d. innan Veiðikortsins eru nokkur vötn sem má veiða í allt árið og þegar þau eru íslaus er lítið mál að byrja snemma á vorin en þegar þau eru ísi lögð er um að gera að taka fram dorggræjurnar. Fyrstu veiðifréttir ársins eru frá góðkunningja vefsins, Heimi Sigurði Karlssyni, en hann var við veiðar í fyrradag og setti, ásamt félaga sínum, í nokkra fína urriða. Sjálfur setti Heimir í tvo væna urriða og eina 3 punda bleikju en félagi hans fékk nokkru meira en heildartalan var ekki gefin upp né heldur staðsetningin á veiðistaðnum sem telst til "leynistaða" þeirra félaga. Svartur Nobbler reyndist mjög gjöfull og það er um að gera að nota hann á vorin þar sem urriði veiðist því hann er oft mjög bráður á fluguna. Aðrir litir sem hafa reynst vel eru dökkgrænn, brúnn og þar sem sjóbirtingur heldur sig eru oft best að vera með eins æpandi liti og kostur er. Við þökkum Heimi fyrir fyrstu fréttir af veiði á árinu og hvetjum ykkur veiðimenn til að senda okkur fréttir og myndir af ykkur í veiði á netfangið kalli@365.is og það er rétt að minnast á að við drögum úr öllum innsendum fréttum með mynd í apríl og veitum þeim heppnu Veiðikort í vinning. Allar innsendar veiðifréttir (verður að fylgja mynd með) á þessu tímabili fara auk þess í pott og það verður dregið úr þeim potti í lok ágúst og í verðlaun verða veiðileyfi og veiðibúnaður. Það er um að gera að taka þátt og senda okkur veiðifréttina ykkar. Góða veiði í sumar! Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Laxá í Ásum skiptir um hendur Veiði
Þrátt fyrir að hinn eiginlegi fyrsti dagur í veiði sé ekki enn runninn upp eru nokkrir veiðimenn þegar farnir að veiða í vötnum sem eru opin allt árið. Það má benda á að t.d. innan Veiðikortsins eru nokkur vötn sem má veiða í allt árið og þegar þau eru íslaus er lítið mál að byrja snemma á vorin en þegar þau eru ísi lögð er um að gera að taka fram dorggræjurnar. Fyrstu veiðifréttir ársins eru frá góðkunningja vefsins, Heimi Sigurði Karlssyni, en hann var við veiðar í fyrradag og setti, ásamt félaga sínum, í nokkra fína urriða. Sjálfur setti Heimir í tvo væna urriða og eina 3 punda bleikju en félagi hans fékk nokkru meira en heildartalan var ekki gefin upp né heldur staðsetningin á veiðistaðnum sem telst til "leynistaða" þeirra félaga. Svartur Nobbler reyndist mjög gjöfull og það er um að gera að nota hann á vorin þar sem urriði veiðist því hann er oft mjög bráður á fluguna. Aðrir litir sem hafa reynst vel eru dökkgrænn, brúnn og þar sem sjóbirtingur heldur sig eru oft best að vera með eins æpandi liti og kostur er. Við þökkum Heimi fyrir fyrstu fréttir af veiði á árinu og hvetjum ykkur veiðimenn til að senda okkur fréttir og myndir af ykkur í veiði á netfangið kalli@365.is og það er rétt að minnast á að við drögum úr öllum innsendum fréttum með mynd í apríl og veitum þeim heppnu Veiðikort í vinning. Allar innsendar veiðifréttir (verður að fylgja mynd með) á þessu tímabili fara auk þess í pott og það verður dregið úr þeim potti í lok ágúst og í verðlaun verða veiðileyfi og veiðibúnaður. Það er um að gera að taka þátt og senda okkur veiðifréttina ykkar. Góða veiði í sumar!
Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Laxá í Ásum skiptir um hendur Veiði