Nicklaus: Tiger Woods getur enn bætt metið mitt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 16:15 Jack Nicklaus og Tiger Woods hafa unnið 32 risatitla samtals. Vísir/Getty Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira