Sektir fyrir að sýna Wolf of Wall Street 8. apríl 2014 18:30 Leonardo DiCaprio Vísir/Getty Fimm kvikmyndahúsakeðjur í Rússlandi voru sektaðar sem samsvarar um tæplega 13 milljónum íslenskra króna fyrir að sýna myndina The Wolf of Wall Street, í leikstjórn Martins Scorsese þvert á lög sem banna auglýsingu á ólöglegum eiturlyfjum. Samkvæmt grein The Moscow Times segir að málið hafi þó eingöngu verið sótt í þriðju stærstu borg Rússlands, Novosibirsk, þar sem búa ein og hálf milljón manna, en um var að ræða tíu kvikmyndahús í borginni. Aðgerðin hefur verið fordæmd af Kinoalliance, samtök rússneskra leik- og kvikmyndahúsa. Samtökin gáfu frá sér tilkynningu þar sem þau sögðu að mikilvægara væri að berjast gegn neyslu ólöglegra eiturlyfja, frekar en að ráðast á kvikmyndir fyrir meintan áróður. Kvikmyndahúsakeðjurnar sem um ræðir munu að öllum líkindum áfrýja dómnum á þeim grundvelli að The Wolf of Wall Street var leyfð af menningarmálaráðuneytinu þar í landi. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fimm kvikmyndahúsakeðjur í Rússlandi voru sektaðar sem samsvarar um tæplega 13 milljónum íslenskra króna fyrir að sýna myndina The Wolf of Wall Street, í leikstjórn Martins Scorsese þvert á lög sem banna auglýsingu á ólöglegum eiturlyfjum. Samkvæmt grein The Moscow Times segir að málið hafi þó eingöngu verið sótt í þriðju stærstu borg Rússlands, Novosibirsk, þar sem búa ein og hálf milljón manna, en um var að ræða tíu kvikmyndahús í borginni. Aðgerðin hefur verið fordæmd af Kinoalliance, samtök rússneskra leik- og kvikmyndahúsa. Samtökin gáfu frá sér tilkynningu þar sem þau sögðu að mikilvægara væri að berjast gegn neyslu ólöglegra eiturlyfja, frekar en að ráðast á kvikmyndir fyrir meintan áróður. Kvikmyndahúsakeðjurnar sem um ræðir munu að öllum líkindum áfrýja dómnum á þeim grundvelli að The Wolf of Wall Street var leyfð af menningarmálaráðuneytinu þar í landi.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira