Spennandi lokadagur framundan á Kraft Nabisco meistaramótinu 6. apríl 2014 12:28 Lexi Thompson á þriðja hring á Mission Hills í gær. AP/Vísir Mikil spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu sem fram fer á hinum glæsilega Mission Hills velli í Kaliforníu. Efstar í fyrsta sæti eru Michelle Wie og Lexi Thompson en þær eru báðar á tíu höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti eru þær Se Ri Pak og Carley Hull á átta höggum undir en margir þekktir kylfingar eru þar á eftir sem gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn með góðum hring í dag. Þar má helst nefna Cristie Kerr sem er sex undir, Shanshan Feng á fimm höggum undir og Stacy Lewis á fjórum höggum undir pari. Eitt er víst að það verður spennandi að fylgjast með lokahollinu í kvöld en Michelle Wie og Lexi Thompson eru meðal vinsælustu kvenkylfinga heims. Wie hefur unnið tvisvar á LPGA mótaröðinni á átta ára atvinnumannaferli sem þykir ekki mikið miðað við hversu efnileg hún þótti þegar að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem unglingur. Þá er oft talað um Lexi Thompson sem framtíð kvennagolfsins en þrátt fyrir að vera nýorðin 19 ára gömul hefur hún sigrað fjögur stór mót, það fyrsta á LPGA-mótaröðinni 16 ára gömul. Þá var hún einnig yngsti kvenkylfingurinn í sögunni til þess að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, þá aðeins 12 ára. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 22:00. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu sem fram fer á hinum glæsilega Mission Hills velli í Kaliforníu. Efstar í fyrsta sæti eru Michelle Wie og Lexi Thompson en þær eru báðar á tíu höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti eru þær Se Ri Pak og Carley Hull á átta höggum undir en margir þekktir kylfingar eru þar á eftir sem gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn með góðum hring í dag. Þar má helst nefna Cristie Kerr sem er sex undir, Shanshan Feng á fimm höggum undir og Stacy Lewis á fjórum höggum undir pari. Eitt er víst að það verður spennandi að fylgjast með lokahollinu í kvöld en Michelle Wie og Lexi Thompson eru meðal vinsælustu kvenkylfinga heims. Wie hefur unnið tvisvar á LPGA mótaröðinni á átta ára atvinnumannaferli sem þykir ekki mikið miðað við hversu efnileg hún þótti þegar að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem unglingur. Þá er oft talað um Lexi Thompson sem framtíð kvennagolfsins en þrátt fyrir að vera nýorðin 19 ára gömul hefur hún sigrað fjögur stór mót, það fyrsta á LPGA-mótaröðinni 16 ára gömul. Þá var hún einnig yngsti kvenkylfingurinn í sögunni til þess að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, þá aðeins 12 ára. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 22:00.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira