Rosa ánægð með hvort annað
Höskuldur og Margrét ætlar að sýna dans í undanúrslitunum. Við kynntumst þeim aðeins betur.
Fullt nafn: Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir.
Aldur: 15 ára
Símanúmer til að kjósa þau í Ísland Got Talent: 900-9507
Uppáhaldsmatur?
Höskuldur: Humar og nautalundir með sósunni hennar mömmu.
Margrét: Eggaldinrúllurnar hans pabba og kjúklingarétturinn hennar mömmu.
Besta minningin í Ísland Got Talent?
Fjögur STÓR JÁ.
Af hverju á fólk að kjósa ykkur?
Ef fólki finnst atriðið okkar flott, þá hjálpar hvert einasta atkvæði til í því að láta framtíðardrauma okkar rætast.
Hver er draumurinn?
Draumurinn er að komast enn lengra í dansinum en þá þurfum við að fara meira út í hinn stóra heim bæði til að læra meira og keppa meira.
So You Think You Can Dance eða Dancing With The Stars?
Okkur finnst skemmtilegra að horfa á So You Think You Can Dance, þar sem þar er meiri fjölbreytni og værum alveg til í að taka þá í þeirri keppni. En við værum líka sjálf alveg til í að dansa við stjörnurnar í Dancing With The Stars
Bubbi eða Þorgerður Katrín?
Nei takk…við erum rosa ánægð með hvort annað.
Tengdar fréttir

Jón Arnór töframaður áfram ásamt Arnari og Agnesi
Spennan var mikil í kvöld þegar sjö atriði bitust um að verða á meðal þeirra sem keppa um milljónirnar tíu sunnudagskvöldið 27. apríl í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert
Hermann, 13 ára gamall töframaður, vill gera allt til þess að systur sinni líði betur og hefur skipulagt fjölskyldusýningu í Salnum í maí.

Sjáðu frábæran flutning Agnesar og Arnars
Salurinn fagnaði líkt og um tónleika væri að ræða eftir þetta frábæra tónlistaratriði.

Sjö ára snillingur - sjáðu atriðið sem kom honum í úrslitin
Drengurinn tryggði sér sæti í úrslitakvöldinu eftir þetta atriði.

Baksviðs á Ísland Got Talent
Andrúmsloftið var mjög gott hjá keppendum í Austurbæ í gærkvöldi.

Þau keppa næsta sunnudag
Hér má sjá keppendurna sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljónirnar í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Keppendur skelltu sér í bíó
Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.