Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 18. apríl 2014 17:58 Það er ennþá mikill ís á vötnum víða á landinu en hann fer vonandi hrattþegar það loksins hlánar Páskahretið virðist ætla að gera lítið úr öllum plönum veiðimanna og spáin lítur ekki vel út nema á norðausturlandi. Það eru margir veiðimenn búnir að setja sig í stellingar til að mæta í opnun fyrsta veiðidags í Þingvallavatni á sunnudaginn en veðurspáin hlýtur að draga úr áhuganum hjá flestum nema þeim allra hörðustu. Spáin frá Veðurstofunni er Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 0 til 5 stig sem er ekki beinlínis skemmtilegt veiðiveður. Það lítur því úr fyrir að það verði frekar fámennt við vatnið á þessum fyrsta degi en við megum samt eiga von á að fá einhverjar fréttir því veður bítur ekki hörðustu vorveiðimennina. Annars hafa fréttir af sjóbirtingsveiði verið góðar síðustu daga og það má reikna með því að þar sem veðrið verður í lagi verði veiðin áfram góð. Svo styttist í næstu opnun sem beðið er eftir en það er opnun Elliðavatns en þar hefst veiði næsta fimmtudag og síðan opna flest öll vötn 1. maí en nokkur á norðurlandi aðeins síðar. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði
Páskahretið virðist ætla að gera lítið úr öllum plönum veiðimanna og spáin lítur ekki vel út nema á norðausturlandi. Það eru margir veiðimenn búnir að setja sig í stellingar til að mæta í opnun fyrsta veiðidags í Þingvallavatni á sunnudaginn en veðurspáin hlýtur að draga úr áhuganum hjá flestum nema þeim allra hörðustu. Spáin frá Veðurstofunni er Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 0 til 5 stig sem er ekki beinlínis skemmtilegt veiðiveður. Það lítur því úr fyrir að það verði frekar fámennt við vatnið á þessum fyrsta degi en við megum samt eiga von á að fá einhverjar fréttir því veður bítur ekki hörðustu vorveiðimennina. Annars hafa fréttir af sjóbirtingsveiði verið góðar síðustu daga og það má reikna með því að þar sem veðrið verður í lagi verði veiðin áfram góð. Svo styttist í næstu opnun sem beðið er eftir en það er opnun Elliðavatns en þar hefst veiði næsta fimmtudag og síðan opna flest öll vötn 1. maí en nokkur á norðurlandi aðeins síðar.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði