Þrír í forystu á RBC Heritage eftir fyrsta hring 17. apríl 2014 23:28 Kuchar hefur spilað stöðugt og gott golf að undanförnu. AP/Getty Eftir spennandi Mastersmót eru margir af bestu kylfingum heims sem taka það rólega helgina eftir en þrátt fyrir það eru mörg þekkt nöfn sem eru með á RBC Heritage mótinu sem fram fer á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínufylki. Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem hefur verið í miklu stuði að undanförnu en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring ásamt löndum sínum Scott Langley og William McGirt. Allir léku þeir fyrsta hring á 66 höggum eða fimm höggum undir pari en einn í fjórða sæti er Harry English á þremur höggum undir pari. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Matt Kuchar tekst að fylgja þessari góðu byrjun eftir en hann hefur verið í hörku baráttu um sigur á síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni og er greinilega að spila sitt besta golf þessa dagana. Þá voru augu margra á hinum unga Jordan Spieth eftir frábæra frammistöðu á Mastersmótinu um síðustu helgi. Hann lék með Tom Watson í holli í dag en það eru ekki nema 44 ár á milli þeirra tveggja. Spieth hóf mótið vel og deilir fimmta sætinu með 15 öðrum kylfingum á tveimur höggum undir pari. Annar hringur á RBC Heritage verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir spennandi Mastersmót eru margir af bestu kylfingum heims sem taka það rólega helgina eftir en þrátt fyrir það eru mörg þekkt nöfn sem eru með á RBC Heritage mótinu sem fram fer á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínufylki. Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem hefur verið í miklu stuði að undanförnu en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring ásamt löndum sínum Scott Langley og William McGirt. Allir léku þeir fyrsta hring á 66 höggum eða fimm höggum undir pari en einn í fjórða sæti er Harry English á þremur höggum undir pari. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Matt Kuchar tekst að fylgja þessari góðu byrjun eftir en hann hefur verið í hörku baráttu um sigur á síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni og er greinilega að spila sitt besta golf þessa dagana. Þá voru augu margra á hinum unga Jordan Spieth eftir frábæra frammistöðu á Mastersmótinu um síðustu helgi. Hann lék með Tom Watson í holli í dag en það eru ekki nema 44 ár á milli þeirra tveggja. Spieth hóf mótið vel og deilir fimmta sætinu með 15 öðrum kylfingum á tveimur höggum undir pari. Annar hringur á RBC Heritage verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira