Jordan Spieth: Vona að ég geti verið oftar í baráttunni um risatitil á sunnudegi 14. apríl 2014 00:20 Spieth eftir innáhöggið á 14.holu á Augusta National í dag. AP/Vísir Þrátt fyrir að Jordan Spieth hafi ekki sigrað Mastersmótið þetta árið þá vann þessi tvítugi kylfingur aðdáun margra golfáhugamanna með frammistöðu sinni um helgina. Spieth lék í lokahollinu ásamt Bubba Watson í dag og á tímabili leiddi hann mótið með tveimur höggum á lokahringnum. Það forskot entist þó ekki lengi enda spilaði Watson frábært golf í dag og hafði að lokum þriggja högga sigur á þessu sögufræga móti. Í viðtali við fréttamenn eftir hringinn sagði Spieth að hann gæti tekið margt jákvætt úr mótinu þrátt fyrir að hann hafi tapað niður forskotinu á lokahringnum. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá var ég með þetta í eigin höndum en mér tókst ekki að klára þetta með stíl. Þar liggur eftirsjáin þessa stundina, ég gerði ekki nógu vel á seinni níu holunum. Ég get samt ekki neitað því að undanfarnir dagar hafa verið frábærir og ég vona að ég geti verið oftar í baráttunni um risatitil á sunnudegi, það er engu líkt.“ Sigurinn hjá Watson er hans annar á Mastersmótinu en hann sigraði það fyrst árið 2012. Í kjölfarið tók við frekar erfiður kafli hjá Watson en hann féll niður heimslistann í golfi og peningalista PGA-mótaraðarinnar eftir því sem leið á tímabilið. Undanfarnir mánuðir hafa þó verið gæfuríkari hjá þessum litríka kylfingi en hann sigraði meðal annars Northern Trust mótið á PGA-mótaröðinni sem fram fór í febrúar og núna klæðist hann græna jakkanum á ný eftir tveggja ára bið. „Mér fannst mun erfiðara að vinna þetta Mastersmót en það síðasta,“ sagði Watson klökkur við fréttamenn eftir sigurinn í kvöld. „Síðast þá fannst mér ég vera frekar heppinn, en þessi sigur er engin heppni heldur afrakstur mikillar vinnu sem farið hefur í að bæta golfið mitt á undanförnum mánuðum. Að vinna Mastersmótið hefur verið draumur hjá mér síðan ég hef verið barn og núna hef ég unnið það tvisvar.“ Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Jordan Spieth hafi ekki sigrað Mastersmótið þetta árið þá vann þessi tvítugi kylfingur aðdáun margra golfáhugamanna með frammistöðu sinni um helgina. Spieth lék í lokahollinu ásamt Bubba Watson í dag og á tímabili leiddi hann mótið með tveimur höggum á lokahringnum. Það forskot entist þó ekki lengi enda spilaði Watson frábært golf í dag og hafði að lokum þriggja högga sigur á þessu sögufræga móti. Í viðtali við fréttamenn eftir hringinn sagði Spieth að hann gæti tekið margt jákvætt úr mótinu þrátt fyrir að hann hafi tapað niður forskotinu á lokahringnum. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá var ég með þetta í eigin höndum en mér tókst ekki að klára þetta með stíl. Þar liggur eftirsjáin þessa stundina, ég gerði ekki nógu vel á seinni níu holunum. Ég get samt ekki neitað því að undanfarnir dagar hafa verið frábærir og ég vona að ég geti verið oftar í baráttunni um risatitil á sunnudegi, það er engu líkt.“ Sigurinn hjá Watson er hans annar á Mastersmótinu en hann sigraði það fyrst árið 2012. Í kjölfarið tók við frekar erfiður kafli hjá Watson en hann féll niður heimslistann í golfi og peningalista PGA-mótaraðarinnar eftir því sem leið á tímabilið. Undanfarnir mánuðir hafa þó verið gæfuríkari hjá þessum litríka kylfingi en hann sigraði meðal annars Northern Trust mótið á PGA-mótaröðinni sem fram fór í febrúar og núna klæðist hann græna jakkanum á ný eftir tveggja ára bið. „Mér fannst mun erfiðara að vinna þetta Mastersmót en það síðasta,“ sagði Watson klökkur við fréttamenn eftir sigurinn í kvöld. „Síðast þá fannst mér ég vera frekar heppinn, en þessi sigur er engin heppni heldur afrakstur mikillar vinnu sem farið hefur í að bæta golfið mitt á undanförnum mánuðum. Að vinna Mastersmótið hefur verið draumur hjá mér síðan ég hef verið barn og núna hef ég unnið það tvisvar.“
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira